Tölfræði

75
Ára reynsla

300
Starfsmenn

100%
Kolefnisjafnaður rekstur 2021
Jarðvinna
Gott undirlag er grunnurinn að sterkara mannvirki. Í námuvinnslu Steypustöðvarinnar finnur þú fyllingarefni og burðarlag sem stenst ströngustu kröfur.
SkoðaBrúarbitar
Engu máli skiptir hver traðkar á brúnni þinni. Sterkari brýr af öllum stærðum og gerðum, allt frá einföldum göngubrúm yfir í langar og breiðar brýr sem ætlaðar eru undir mikla og þunga umferð. Forsteyptir brúarbitar Steypustöðvarinnar gera það að verkum að byggingahraði á staðnum verður meiri sem getur komið sér vel á stöðum þar sem erfitt er að fá vinnuafl.
SkoðaInnviðalausnir
Undirstöðuatriði sem hægt er að treysta. Sterkari steypa og forsteyptar einingar hannaðar fyrir undirstöður við vatn og sjó.
SkoðaÁrekstravörn
Ferðin verður örugglega góð. DELTABLOC er eina einingakerfið í steyptum vegriðum á Íslandi sem er viðurkennt samkvæmt ÍST EN 1317. Kerfið er prófað með bifreiðum við raunverulegar aðstæður. Það dregur úr hraða þeirra og ökumenn og farþegar slasast síður.
SkoðaUndirstöður
Rekstaurarnir okkar reka inn nefið þar sem þeirra er þörf. Forsteyptir rekstaurar eru til að mynda notaðir undir brýr og önnur mannvirki sem þurfa sérstaklega mikla grundun.
SkoðaBrúargólf
Steypa sem brúar bilið. Veðrunarþolin og endingargóð steypa fyrir brýr sem búa við íslenskar aðstæður. Sterkari lausnir sem þurfa minna viðhald.
SkoðaÞakbitar
Þak yfir höfuðið. Forsteyptir burðarbitar fyrir bæði holplötur og rifjaplötur. Henta vel í allar stærðir bygginga með mikla haflengd, svo sem vöruhús, verkstæði, bílageymslur o.fl.
SkoðaForsteyptar loftplötur
Sterkari loftplötur sem henta við margvíslegar aðstæður. Forsteyptar loftplötur fyrir stór opin rými, milliplötur, gólf á milli hæða, eða stærri byggingar þar sem haflengd er mikil. Skilvirk lausn sem eykur byggingahraða til muna.
SkoðaIðnaðargólf
Gólfið er grunnurinn að vel heppnuðum rekstri. Steypustöðin hefur allt sem þarf í iðnaðargólfið þitt, hvort sem þú ert í matvælaiðnaði, verslun og þjónustu, fiskvinnslu, landbúnaði eða öðru.
Garðurinn
Gerðu garðinn frægan, sterkari og viðhaldsfrían svo þú getir slappað af notið lífsins. Hjá Steypustöðinni færðu mikið úrval nútíma garðlausna sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður í áraraðir.
SkoðaForsteyptar loftplötur
Okkar loft eru ekki úr lausu lofti gripin. Hvort sem loftin eru stór eða smá eru forsteyptar loftplötur Steypustöðvarinnar besti valkosturinn.
SkoðaUndirstöður
Undirstöðuatriði sem hægt er að treysta á. Endingargóðar og sérhannaðar lausnir fyrir undirstöður mannvirkja með mikinn þrýstistyrk sem standast meira álag og uppfylla sérkröfur fyrir verkið.
SkoðaÁra reynsla
Starfsmenn
Kolefnisjafnaður rekstur 2021
2. júní 2022
Greinin fjallar um hvernig Steypa getur orðið sjálfbær, hver munurinn er á sjálfbærri steypu og umhverfisvænni steypu og hvaða þættir þurfa að ganga upp svo að steypa sé sjálfbær kostur í barráttunni við loftlagsmálin.
31. maí 2022
Ertu að fara að helluleggja? Til þess að tryggja endingargóða hellulögn úr steinsteyptum hellum erum við hér með 10 grunnreglur við hellulögn ásamt skýringarmyndum sem þú getur nýtt þér.
31. mars 2022
Okkur er annt um umhverfið og samfélagið okkar – við viljum því á gegnsæan hátt sýna það í verki hvað við erum að gera. Fyrsta samfélagsskýrsla Steypustöðvarinnar er nú loks komin út og það er ótrúlega stórt skref fyrir okkur þar sem við höfum tekið sjálfbærnivegferð okkar föstum tökum þar sem við m.a. kolefnisjöfnuðum allan rekstur okkar, fyrst allra steypuframleiðanda á Íslandi.
17. mars 2022
Eftir langan dag í vinnunni og bið í umferðarsúpu á leiðinni heim, er ekkert notalegra en að koma að snyrtilegu húsinu með fallega útfærðri heimkeyrslu og aðkomu að útidyrum sem tekur vel á móti bæði íbúum og gestum. En, hvað þarf til að gera þessa mynd að raunveruleika?
25. febrúar 2022
Steypustöðin og Íslenskur Toppfótbolti skrifuðu í dag undir samning þess efnis að Steypustöðin verði opinber styrktaraðili Bestu deildar karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Deildin verður með nýjum áherslum þar sem efstu deildirnar fá nýtt nafn og nýja ásýnd undir sínu eigin merki Besta deildin.
2. febrúar 2022
Við flytjum Söludeild og skrifstofu Steypustöðvarinnar tímabundið á Fossháls 17-25 beint á móti Ölgerðinni.
Framkvæmdir og yfirhalning á skrifstofurými okkar að Malarhöfða 10 eru nú í fullum gangi. Við flytjum því tímabundið og bjóðum viðskiptavini og gesti velkomna til okkar á nýju staðsetninguna.
21. október 2021
Steypustöðin hlaut nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki 2021. Þetta er þriðja árið í röð sem Steypustöðin tilheyrir þessum sterka hóp af íslenskum fyrirtækjum.
10. september 2021
Steypustöðin gerðist á dögunum aðili að samtökunum Grænni byggð sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnanna um vistvæna þróun byggðar. Þátttaka í slíkum samtökum er okkut mikilvæg enda er sjálfbærni og umhverfisvernd eitt stærsta verkefni samfélagsins í dag. Áhersla Steypustöðvarinnar er að sýna í verki að við ætlum að vera fremst í þróun og nýjungum á umhverfisvænum lausnum í byggingariðnaði.
7. júlí 2021
1.984 rúmmetrar af steypu fóru í eina stærsta steypuframkvæmd Íslandssögunnar í einum rikk fyrir nýtt hátæknisetur Alvotech í Vatnsmýrinni. Hafist var handa kl 05:30 að morgni 6. júlí 2021 og lauk framkvæmdum um 18 klukkustundum síðar.
9. júní 2021
Á undanförnum mánuðum höfum við unnið hörðum höndum að endurmörkun (rebrand) á vörumerki Steypustöðvarinnar. Nýtt merki, útlit og stefna lítur nú loks dagsins ljós. Svona mun merkið okkar líta út.