GrænSterk

Prev
Next

GrænSterk er sérhönnuð steypa með umhverfisvænum íauka í stað sements sem minnkar kolefnisfótspor töluvert eða um allt að 30%.

Með nýju grænu sementi sem ber nafnið FutureCem verður hægt að draga töluvert úr kolefnisspori. FutureCem er afrakstur umfangsmikillar rannsóknarvinnu sem nær yfir allt framleiðsluferlið; frá hráefnismati til framleiðsluferlis og notkunar sementsins. Lausnin er að fullu viðurkennd lausn til að draga úr klinkerinnihaldi í sementi og draga þannig úr losun í sementsiðnaði. 

Tæknin felst ekki í því að binda kolefni eftir losun heldur er þetta bein aðferð við framleiðslu á endingargóðri steinsteypu með því að nýta samlegðaráhrif tveggja efna sem fást víða. Þannig myndast minni CO2 útblástur eða koltvísýra við sementsframleiðslu. 

Á árinu 2022 verða fjölmargar staðlaðar steyputegundir frá Steypustöðinni fáanlegar sem GrænSterk með allt að 30% minna kolefnisspori. Með GrænSterk-vöruflokknum okkar er auðveldlega hægt að bera kennsl á og velja grænni valkost.

Notkun:

 • Þar sem kolefnisfótspor þarf að vera sem minnst

Þrýstistyrkleikaflokkur:

 • C25/30 til C35/45

Til að tryggja bestu mögulegu gæði og endingu eru öll steinefni þvegin áður en þeim er blandað í steypuna og því hefur steypan okkar talsverða sérstöðu á Íslandi.

Þetta er gert til að fjarlægja öll óhreinindi og skaðleg fínefni sem geta dregið úr gæðum steypunnar.

Við erum með mesta úrval steinefna á Íslandi til að framleiða steypu eftir þörfum hvers og eins.

Viltu vita meira?


  • Upplýsingar

   Next

   GrænSterk er sérhönnuð steypa með umhverfisvænum íauka í stað sements sem minnkar kolefnisfótspor töluvert eða um allt að 30%.

   Með nýju grænu sementi sem ber nafnið FutureCem verður hægt að draga töluvert úr kolefnisspori. FutureCem er afrakstur umfangsmikillar rannsóknarvinnu sem nær yfir allt framleiðsluferlið; frá hráefnismati til framleiðsluferlis og notkunar sementsins. Lausnin er að fullu viðurkennd lausn til að draga úr klinkerinnihaldi í sementi og draga þannig úr losun í sementsiðnaði. 

   Tæknin felst ekki í því að binda kolefni eftir losun heldur er þetta bein aðferð við framleiðslu á endingargóðri steinsteypu með því að nýta samlegðaráhrif tveggja efna sem fást víða. Þannig myndast minni CO2 útblástur eða koltvísýra við sementsframleiðslu. 

   Á árinu 2022 verða fjölmargar staðlaðar steyputegundir frá Steypustöðinni fáanlegar sem GrænSterk með allt að 30% minna kolefnisspori. Með GrænSterk-vöruflokknum okkar er auðveldlega hægt að bera kennsl á og velja grænni valkost.

   Notkun:

   • Þar sem kolefnisfótspor þarf að vera sem minnst

   Þrýstistyrkleikaflokkur:

   • C25/30 til C35/45

   Til að tryggja bestu mögulegu gæði og endingu eru öll steinefni þvegin áður en þeim er blandað í steypuna og því hefur steypan okkar talsverða sérstöðu á Íslandi.

   Þetta er gert til að fjarlægja öll óhreinindi og skaðleg fínefni sem geta dregið úr gæðum steypunnar.

   Við erum með mesta úrval steinefna á Íslandi til að framleiða steypu eftir þörfum hvers og eins.

  • Fyrirspurnir

   Next

   Viltu vita meira?


   • Gagnablöð

    Next
   Vörunúmer: GrænSterk

   Hafðu samband

   Steypum bæinn grænan

   Viðar Hreinn Olgeirsson sölustjóri Steypustöðvarinnar ræðir í myndbandinu um GrænSterku steyputegundina