Jafnréttisáætlun

Jafnréttisstefna Steypustöðvarinnar
2019 – 2022

1 Tilgangur

Jafnréttisstefna þessi hefur þann tilgang að tryggja jöfn tækifæri og kjör allra starfsmanna Steypustöðvarinnar og að þeir njóti jafns réttar í hvívetna, óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðernisuppruna, kynþætti, litarhætti, ætterni eða stöðu að öðru leyti.
Hvers kyns mismunun er í andstöðu við jafnréttisstefnu og jafnréttislög og er óheimil.

Steypustöðin mun með stefnu þessari, sýna samfélagsábyrgð og stuðla að jöfnum tækifærum á sem flestum sviðum fyrirtækisins og vera eftirsóknarverður vinnustaður.

2 Stefna

Jafnréttisstefna Steypustöðvarinnar byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun þar sem fram kemur hvernig starfsmönnum eru tryggð réttindi sem kveðið er á um í 19. – 22. gr. laganna. Stefna Steypustöðvarinnar er að fyllsta jafnréttis sé gætt meðal starfsmanna óháð kyni eða skoðunum. Öll hlunnindi og kjör skulu ákveðin m.t.t. starfs og þeirri ábyrgð sem því fylgir, mismunun er óheimil. Allir starfsmenn njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Starfsmönnum af báðum kynjum er gert kleift að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin.
Með stefnu þessari mun Steypustöðin skapa jafnræði og þannig nýta starfskrafta sína á árangursríkan og sanngjarnan máta.

3 Markmið og stefnuyfirlýsingar

*Starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni, kynhneigð eða uppruna.

*Steypustöðin hefur að markmiði að umbuna aukalega fyrir góðan árangur í starfi byggt á skýrum og einföldum mælikvörðum þar sem því er viðkomið.

*Við ráðningar starfsfólks verður unnið að því að allir hafi sömu möguleika óháð kyni, kynhneigð eða uppruna

*Ef val stendur á milli tveggja jafnhæfra umsækjenda af gagnstæðu kyni, verði sá ráðinn sem er af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein eða starfssviði

*Steypustöðin vinnur markvisst að því að uppræta mismun, komi hann í ljós.

*Allir starfsmenn skulu njóta sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþróunar

*Við úthlutun verkefna, tilfærslur í starfi eða í öðrum starfsþróunarverkefnum verður þess gætt að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri.

*Steypustöðin virðir fjölskylduábyrgð samstarfsfólks síns og vinnur markvisst að því að starfsmenn geti aðlagað störf sín og fjölskylduábyrgð á árangursríkan hátt.

*Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.

*Einelti og áreitni er ekki liðin á starfsstöðvum Steypustöðvarinnar (nánar í eineltisáætlun)

4 Framkvæmd

Jafnréttisstefna þessi nær til allra starfsstöðva Steypustöðvarinnar. Stjórnendur á hverri starfsstöð bera ábyrgð á því að jafnréttisstefnu sé framfylgt.

5 Ábyrgð

Ábyrgð á framgangi jafnréttismála er hjá starfsmannastjóra og ber hann ábyrgð á því að stefnu þessari sé framfylgt og viðhaldið.

Jafnréttisáætlun Steypustöðvarinnar gildir frá 22.11.2019 til 21.11.2022.
Staðfest dags:  22.11.2019