
Steypustöðin hefur nú náð merkum áfanga í sjálfbærnivegferð sinni með því að bæta fjórum nýjum rafmagnssteypubílum við flotan. Með þessari viðbót eru rafknúnir steypubílar fyrirtækisins orðnir tíu talsins.
Sterkari í sjálfbærni
Frá því að fyrsti 100% rafknúni steypubíllinn var tekinn í notkun árið 2023, hefur Steypustöðin markvisst unnið að því að draga úr kolefnislosun og hljóðmengun í starfsemi sinni. Með nýjustu viðbótunum samanstendur rafknúni flotinn nú af tíu steypubílum, tveimur rafknúnum steypudælum og einum rafknúnum dráttarbíl, sem saman stuðla að verulegri minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda og bættri loftgæðum á byggingarsvæðum.
Árangur og framtíðarsýn
Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, Björn Ingi Victorsson, segir reynsluna af rafknúnu tækjunum hafa farið fram úr væntingum. „Drægnin er það góð að aldrei hefur þurft að gera hlé á akstri yfir daginn til að hlaða. Lengsta úthaldið hingað til á sömu hleðslunni eru 12,5 klukkustundir,“ segir Björn Ingi .
Fyrirtækið stefnir að því að árið 2032 verði 70% tækjaflotans rafknúin, í samræmi við skuldbindingar Íslands um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda og markmið Græna samkomulagsins í Evrópu.