Steypustodin

Category Archives

Mynstursteypa

Nú er frábær tími til þess að taka í gegn innkeyrsluna, bílaplanið, stígana í garðinum eða setja upp drauma veröndina.

Mynstursteypa er frábær kostur sem við viljum að allir sem eru í þeim hugleiðingum að gera vel við umhverfi síns heimilis skoði vel og vandlega.

Við höfum sett saman myndband sem upplýsir vonandi alla um hversu lítið mál það er að setja mynstursteypu í framkvæmd.

http://www.youtube.com/watch?v=IV25i3MoBeg

2011-04-05 10.08.59  2011-04-05 10.34.10  2011-04-05 11.07.02  2011-04-05 11.30.05

 

2011-04-05 14.46.13     2011-04-08 14.29.32   2011-04-08 14.29.41


Fljótandi lausnir

Steypustöðin hefur tekið til notkunar glæsilega flotbíla. Bílarnir opna möguleika fyrir verktaka jafnt sem einstaklinSteypust_Fljótandigólf_augl_XDKóp_Mblprofile_outlga á því að fá Anhydrit og þunnflot á þann stað sem hentar hverjum og einum á fljótlegan, öruggan og snyrtilegan hátt.

Við hvetjum ykkur til þess að skoða hvað Flotbílar Steypustöðvarinnar hafa upp á að bjóða.

Hafðu samband við Óla í múrverslun Steypustöðvarinnar fyrir frekari upplýsingar.

 


Klettur

055

Hildur Steinþórsdóttir arkitekt og Rúna Thors vöruhönnuður ásamt Steypustöðinni frumsýndu steinsteypubekkinn KLETT á HönnunarMars í gærkvöldi. Bekkurinn fékk frábærar viðtökur og kemur einstaklega vel út. Hægt er að fá bekkinn í gráu, sótgráu og brúnu.056

 

Klettur er komin í sölu hjá Steypustöðinni og er á tilboðsverði út mars 129.990

 

 

 

 


Steinsteypuverðlaunin 2013

nyja_bio

Föstudaginn 15. febrúar voru steinsteypuverðlaunin 2013 veitt við hátíðlega athöfn og voru framkvæmdaraðilar sem sáu um endurbyggingu Nýja Bíós verðlaunaðir.

Steypa frá Steypustöðinni var notuð í þessa glæsilegu byggingu. Eftirtaldir aðilar voru verðlaunaðir af Steinsteypufélaginu.  Reykjavíkurborg sem eigandi, Studio Grandi sem arkitekt og Eykt sem verktaki ásamt Verkís sem sá um verkfræðihönnun og verkefnisstjórn ásamt eftirliti.

Í tvö af seinustu þrem skiptum sem Steinsteypuverðlaunin hafa verið veitt hefur steypa frá Steypustöðinni verið notuð í verkið, við erum stolt af því og höldum áfram að vinna hörðum hondum af því að framleiða hágæðavöru fyrir öll verk.

lækjargata 2