7 ráð fyrir steypu í köldu veðri

Þegar líða tekur á haustið og kuldi farinn að gera vart við sig er gott að byrja að huga að réttum vinnubrögðum við uppsteypu. Rétt aðhlynning á ferskri steypu í köldum veðrum tryggir styrk og endingartíma steypunnar til muna.
Eitt af þessum atriðum er að leyfa steypunni ekki að frjósa á fyrstu stigum hörðnunar.

Við tókum saman nokkra punkta með steypusérfræðingum Steypustöðvarinnar um hvernig best er að tryggja eðlilega hörðnun (setting) steypu í köldu veðri.

Einangrunarmottur

Breiða yfir plötur eða mót með einangrunarmottum (Mambo) eða álíka eftir að steypu er lokið. Einangrun hjálpar til við að halda inni hita sem steypan myndar sjálf ásamt því að verja hana fyrir utanaðkomandi áhrifum eins og vindkælingu eða frosti.

Einangruð mót

Nota einangruð mót ásamt yfirbreiðslum til að auka áhrif einangrunar. Þegar þessi aðferð er notuð þarf þó að fylgjast vel með steypunni til þess að passa að hún ofhitni ekki.

Kynda undir loftaplötur

Mikilvægt er að loka rými undir plötunni vel og hita svo rýmið upp t.d. með hitablásurum svo að frost komist ekki að plötunni. Breiða þarf fyrst yfir með einangrunarmottum til að loka hitann inni. Með þessari aðferð verður útþornun steypunnar ekki of hröð og kemur einnig í veg fyrir sprungumyndun út frá plastískri rýrnun.

Frosinn jarðvegur

Það má ekki steypa á frosið undirlag. Þegar jarðvegur þiðnar eftir frost getur steypan sprungið. Kaldur jarðvegur getur líka hægt á styrktarmyndun í steypu sem hefur áhrif á þróun þrýstistyrks.

 

Ekki láta tólin frjósa

Það er mikilvægt að halda steypunni heitri, en líka mótum og járnum sem notuð eru við uppsteypu. Ef mót og járn eru of köld geta þau haft áhrif á styrktarþróun steypunnar á þeim svæðum.

Skammdegið

Á köldum vetrarmánuðum er sólin lægra á lofti, vindur blæs og rakastig í lofti er lítið. Allt býður þetta hættunni heim að steypan þorni of hratt og samtímis er þrýstistyrksþróun hægari og sprungur geta myndast. Vertu viss um að skipuleggja vel hvernig hita eigi steypuna þegar tekur að kólna.

Snjallsteypa

Fylgstu með hitastigi steypunnar í rauntíma með snjallnemum. Þú bregst við á réttum tíma og minnkar áhættuna á að steypan nái ekki sýnum hönnunarstyrk.
Meira á steypustodin.is/hvad-er-snjallsteypa/


Steypuframkvæmdin verður hraðari, öruggari og skilvirkari:

Þrátt fyrir aukið flækjustig sem felst í steypuframkvæmdum í köldu veðri er hægt að skrá hitastig og styrk steypunnar án þess að vera á staðnum allan sólarhringinn. Í köldu veðri er oft erfitt fyrir starfsmenn að vera á staðnum til að skrá hitastig og safna steypustyrksgögnum. Með notkun á snjallsteypuskynjurum gerir þetta leikinn talsvert auðveldari þar sem ekki þarf sérstaklega að koma á staðinn. Þú fylgist einfaldlega með þróuninni í rauntíma í símanum eða í tölvunni.


Fáðu tilkynningu þegar steypan er klár!

Notendur geta sett upp þröskuldarmörk í appinu fyrir bæði hitastig og styrk steypunnar. Þegar þessum mörkum hefur verið náð færðu tilkynningu í símann.

Tæknin gerir okkur kleift að bera kennsl á vandamál og leysa þau strax, forðast tafir og spara tíma sem leiðir til þess að töluverður kostnaðarsparnaður næst í verkefninu.

Með þessari byltingarkenndu tækni er auðveldara að steypa í köldu veðri. Steypuvinnan verður hraðari, öruggari og skilvirkari.


Tenging við veðurspá

Appið er tengt við veðurspá á Íslandi á svæðinu og það spáir fyrir um styrkleikaþróun steypunnar næstu 5 daga svo að notandinn geti gripið til nauðsynlegra aðgerða til að forðast frost í steypunni.

 

Viltu prófa alla þá kosti sem snjallsteypa bíður upp á? Sendu okkur línu