Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á Íslandi tekinn í notkun

Steypustöðin fékk í dag afhentan fyrsta 100% rafmagnssteypubíl landsins. Um stórtíðindi er að ræða, ekki bara fyrir fyrirtækið heldur allan byggingariðnaðinn á Íslandi. Með kaupum á þessum vistvæna steypubíl getur Steypustöðin nú afhent steinsteypu á 100% rafmagni, sem dregur enn frekar úr kolefnisfótspori byggingargeirans á Íslandi.

Rafmagnsteypubílinn er 100% rafknúinn og mengar því ekkert hvort sem er í akstri eða losun steypunnar á verkstað.

Steypustöðin hefur síðustu ár verið brautryðjandi í því stóra verkefni að draga úr kolefnisfótspori steypuiðnaðarins á Íslandi. Nýi rafmagnssteypubíllinn gerir Steypustöðinni kleift að veita viðskiptavinum sjálfbærar lausnir á sama tíma og við stuðlum að umhverfisvænni orkugjöfum við dreifingu á steypu. Með vaxandi ógn af völdum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra eru margar atvinnugreinar að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor sitt. Byggingariðnaðurinn er þar engin undantekning og með tilkomu rafmagnssteypubílsins er Steypustöðin að taka stórt skref í átt að sterkari framtíð.

Gert er ráð fyrir að notkun rafbíla aukist á næstu árum og setur þessi þróun Steypustöðina í fararbroddi grænu byltingarinnar í byggingariðnaðinum. Rafmagnssteypubíllinn bætist í flotann, en í vikunni kynntum við til leiks rafmagnsdráttarbíl sem ekur steinefnum úr námum Steypustöðvarinnar á Steypustöðvar og á byggingarstað.

Rafmagnssteypubíllinn, tvinndælan og rafmagnsdráttarbíllinn er fyrsta skrefið sem Steypustöðin tekur í átt að orkuskiptum frá þungum dísilbílum í græna rafbíla. Í áætlunum félagsins er lögð áhersla á að skipta út öllum dísilvélum fyrir rafmagn og aðra umhverfisvænni orkugjafa.

Með þessum tímamótum getur Steypustöðin nú keyrt efni úr námum í steypuvinnslu á 100% rafmagni, hrært umhverfisvænu steypuna okkar GrænSterk, flutt hana á 100% rafmagnssteypubíl og dælt henni á byggingarstað með rafmagni. Allt með það fyrir augum að draga úr kolefnisspori byggingariðnaðarins enn frekar.

Þetta skref er aðeins byrjunin á rafvæðingunni og heldur Steypustöðin áfram að taka markviss og stöðug skref í átt að sjálfbærari kostum. Þannig byggjum við sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir.