Framúrskarandi fyrirtæki 5 ár í röð

Steypustöðin er framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð skv. lista Credit info.

Steypustöðin hefur nú hlotið þessa viðurkenningu frá árunum 2018-2022, eða fimm ár í röð.

Það að vera framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á þeirri miklu vinnu sem allir starfsmenn Steypustöðvarinnar leggja á sig alla daga fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtækið.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
Sara Guðmundsdóttir og Áróra Kristín Hólmfríðardóttir tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Steypustöðvarinnar.