Jónína nýr leiðtogi sjálfbærni-, gæða- og örygissmála

Steypustöðin hefur ráðið Jónínu Þóru Einarsdóttur í starf leiðtoga sjálfbærni- öryggis og gæðamála hjá félaginu.

Jónína hefur skapað sér sess í íslenskum byggingariðnaði og hefur undanfarin ár starfað á byggðatæknisviði hjá VSB Verkfræðistofu, þar sem hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum ásamt því að vinna að umhverfisstefnu stofunnar. Jónína er með MSc í Byggingaverkfræði frá DTU í Danmörku.

Jónína hefur réttindi sem BREEAM matsmaður sem stuðlar að sjálfbærum framkvæmdum í byggingariðnaði á Íslandi. Hún hefur tekið þátt í BREEAM nýbyggingavottunarverkefnum á  Íslandi í störfum sínum og brennur fyrir umhverfisvænni byggingar.

Það er mikill fengur að fá Jónínu í sterkasta liðið hjá Steypustöðinni,“ segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.

Steypustöðin hefur á undanförnum árum hrint af stað fjölmörgum verkefnum er snúa að sjálfbærni í steypuiðnaðinum. Með þessari nýju stöðu er verið að skerpa enn frekar á sjálfbærnimálum félagsins sem verður sífellt mikilvægari.

„Reynsla Jónínu kemur til með að nýtast Steypustöðinni gríðarlega vel í þeirri vegferð sem fyrirtækið er á í átt að sjálfbærari framtíð í steypuiðnaðinum á Íslandi.“ segir Björn að lokum.

Jónína hefur hafið störf og verður í lykilhlutverki innan félagsins að leiða sjálfbærnistefnu félagsins.

Í frítíma sínum stundar Jónína Crossfit af krafti og er mikill ferðalangur. Jónína er gift Arnari Páli og þau eiga saman 2 börn. Jónína er tónlistarunnandi og spilar á píanó. Hún er þó sannkallaður rokkari og uppáhaldshljómsveit er Foo Fighters.