Þjónustukönnun Steypustöðvarinnar

 

Kæri viðskiptavinur,Nú stendur yfir þjónusturannsókn sem rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um fyrir okkar hönd.Markmið rannsóknarinnar er að kanna þjónustu okkar og viðhorf þitt til Steypustöðvarinnar. Ef þú hefur einhverjar spurningar um könnunina er þér velkomið að hafa samband við Prósent með því að senda tölvupóst á rannsoknir@prosent.is eða hringja í síma 546 1008Einnig er þér velkomið að hafa samband við okkur hjá Steypustöðinni með því að senda póst á noi@steypustodin.isPersónuvernd og trúnaður við þátttakendurPrósent ehf. láta aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Prósent ehf. starfa eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum umpersónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við hvetjum þig til að kynna þér rétt þinn og hvernig Prósent meðhöndlar og verndar persónuupplýsingar þátttakenda.Nánari upplýsingar er að finna í https://prosent.is/personuverndarstefna/ Prósents.Með fyrirfram þökk,starfsfólk Steypustöðvarinnar

Steypustöðin á Topp 10 Orkuskiptaverkefni árið 2023

 

Steypustöðin var á dögunum valin á lista Bláma yfir Topp 10 orkuskiptaverkefni 2023. Þetta er ekki aðeins viðurkenning á okkar framlagi, heldur einnig staðfesting á okkar áherslu á sterkari og sjálfbærari framtíð.

Á síðasta ári tókum við mikilvæg skref í átt að þessu markmiði. Með því að fjárfesta í og innleiða fimm rafknúna vörubíla, þar á meðal þrjá steypubíla, einn steypudælubíl og dráttarbíl, höfum við styrkt stöðu okkar sem leiðandi fyrirtæki í umhverfisvænum lausnum í byggingariðnaðinum. Þessi tæki eru mikilvægur þáttur í að skapa sterkari grundvöll fyrir rafknúin ökutæki í greininni.

Árangurinn hefur farið fram úr öllum væntingum. Bílarnir hafa sýnt fram á framúrskarandi drægni og hagkvæmni, með löngum vinnudögum án þarfar á hleðslu yfir daginn. Við höfum náð verulegum sparnaði í dísilolíu og samdrátt í CO2-losun, sem er lykilatriði í okkar stefnu um sjálfbærni.

 

Vegferð að grænni framtíð

Framtíðarsýn Steypustöðvarinnar er skýr og metnaðarfull. Við stefnum að því að 70% af tækjaflota okkar verði rafknúinn árið 2032. Auk þess vinnum við stöðugt að þróun umhverfisvænni steypu og annarra grænna lausna, sem eru hluti af okkar heildrænu aðgerðaáætlun í umhverfismálum.

Við erum þakklát fyrir viðurkenninguna frá Bláma og lítum á þetta sem hvatningu til að halda áfram á þessari vegferð. Við erum stolt að taka þátt í þeim breytingum sem munu móta sterkari og sjálfbærari framtíð fyrir okkur öll.

Hægt er að skoða Topp 10 Orkuskiptaverkefni 2023 listann í heild sinni hérna.

Framtíðarleiðtogar mótaðir hjá Steypustöðinni

 

 

Steypustöðin hefur ráðið tvo stjórnendur sem báðir koma úr röðum fyrirtækisins. Sigríður Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs, og Rögnvaldur Andri Halldórsson tekur við stöðu rekstrarstjóra náma Steypustöðvarinnar.

Sirrý tekur við sem Framkvæmdastjóri rekstrar- og mannauðsviðs en hún hefur starfað hjá Steypustöðinni í þrjú ár sem framkvæmdastjóri mannauðs. Sirrý mun stýra rekstri í námum, efnisflutningum, viðhaldi og mannauðsmálum Steypustöðvarinnar.

Sirrý mun bera ábyrgð á að tryggja að öryggis-, gæðastöðlum og sjálfbærni markmiðum félagsins sé framfylgt, hámarka skilvirkni, þróa og innleiða stefnu og knýja áfram vöxt og arðsemi fyrirtækisins auk þess að bera ábyrgð á mannauðsmálum með það að markmiði að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað til framtíðar.

Sirrý er lögfræðingur að mennt og hefur áður sinnt sambærilegum hlutverkum á sínum fyrri vinnustöðum m.a. hjá Icelandair og AVIS.

Rögnvaldur tekur við stöðu sem rekstrarstjóri náma en hann hefur gegnt starfi viðhaldsstjóra síðastliðin fjögur ár hjá Steypustöðinni. Rögnvaldur mun stjórna daglegum rekstri námunnar, tryggja gæði þeirrar vöru sem framleidd er, öryggi starfsmanna, þróun í endurvinnslu og stuðla að innleiðingu sjálfbærnistefnu félagsins.

Rögnvaldur er með meistara gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (MPM) og starfaði áður hjá Munck í véla og jarðvinnudeild fyrirtækisins í 3 ár

„Ég bind miklar vonir við þetta teymi sem kemur inn á mjög spennandi tímum þar sem tækifærin eru mörg og krefjandi. Ég er sérstaklega glaður með að við getum í dag fundið fólk innan fyrirtækisins okkar. Það er hlutverk okkar sem stjórnendur að byggja upp nýja stjórnendur sem geta á síðari stigum tekið við keflinu. Þannig náum við að gera fyrirtækið sterkara og sjálfbærara til lengri tíma“ segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.

Fimm rafknúin tæki tekin í notkun

 

Á innan við ári hefur Steypustöðin fjárfest í og tekið í notkun fimm nýja og rafknúna vörubíla sem saman standa af þremur steypubílum, steypudælubíl og dráttarbíl. Tveir steypubílanna bættust fyrir fáeinum vikum, en fyrirtækið vinnur hratt að orkuskiptum í flotanum og gerir ráð fyrir að árið 2032 verði 70% tækjaflotans rafknúin að hluta eða öllu leyti.

Fyrr á þessu ári braut Steypustöðin ákveðið blað í sögu byggingariðnaðar hér á landi þegar fyrirtækið tók í notkun fyrsta 100% rafdrifna steypubíllinn á landinu og flutti hann í fyrstu ferð sinni 32 tonn af steypu í nýja Landspítalann við Hringbraut. Síðan þá hefur Steypustöðin bætt við sig tveimur nýjum rafknúnum steypubílum, rafknúnum malarflutningabíl (trailer), auk steypudælubíls þar sem steypudælan sjálf gengur alfarið fyrir rafmagni á verkstað, sem dregur verulega úr hljóðmengun.

Eiga lengstan vinnudaginn

Að sögn Björns Inga Victorssonar, forstjóra Steypustöðvarinnar, ganga rafknúnu steypubílarnir fyrir í daglegri notkun umfram aðra bíla, þeir fari fyrstir út á morgnana og eigi ávallt lengstan vinnudaginn. „Reynslan hingað til hefur farið fram úr væntingum. Drægnin er það góð að aldrei hefur þurft að gera hlé á akstri yfir daginn til að hlaða. Lengsta úthaldið hingað til á sömu hleðslunni eru 12,5 klukkustund“ segir Björn Ingi.

 

Samdráttur í losun

Uppsafnaður sparnaður Steypustöðvarinnar í kaupum á dísilolíu frá því að fyrsti rafknúni þungaflutningabíll fyrirtækisins var tekinn í notkun á árinu 2023 nemur tæpum 27 þúsund lítrum (í Október 2023) og samdráttur í losun koltvísýrings (CO2) telur um 80 þúsund kíló.

Steypustöðin tók snemma þá ákvörðun að taka virkan þátt í skuldbindandi ákvörðunum stjórnvalda í loftslagsmálum með innleiðingu eigin aðgerðaplans sem felur í sér umtalsverðar nýfjárfestingar í grænum lausnum á öllum sviðum starfseminnar til að draga sem mest úr umhverfisáhrifum. Í því verkefni vegur tækjaflotinn þungt enda rekur fyrirtækið hátt í eitt hundrað dísilknúin ökutæki, þar af fjörutíu steypubíla, fjórtán steypudælur, þrettán dráttarbíla, tuttugu hjólaskóflur og nokkrar jarðýtur auk vinnubíla fyrir mannskap.

 

Til mikils að vinna í orkuskiptum

Björn segir að á næstu árum séu fram undan frekari fjárfestingar í nýjum tækjum. „Markmið okkar er að skipta út öllum flotanum á næstu tíu árum. Næstu rafmagnsbílar munu m.a. fara í Helguvík og til Selfoss þar sem nægilegir innviðir eru til staðar á starfsstöðvum okkar.“ Björn Ingi segir að það sem hamli frekari dreifingu annað sé skortur á rafmagni fyrir hleðslustöðvar á steypustöðvum félagsins. Vonandi standi það til bóta á næstu árum þannig að framtíðarplanið geti gengið upp. „Það er til mikils að vinna til að svo geti orðið,“ segir Björn.

 

Í samræmi við grænar kröfur

Auk nýfjárfestinga í grænum ökutækjum hefur Steypustöðin þróað nýjar og umhverfisvænni steyputegundir sem hafa lægra kolefnisspor heldur en hefðbundin steypa. Nýja steypan mætir t.d. kröfum byggingaraðila sem vilja draga sem mest úr losun á öllum stigum mannvirkjagerðar. Björn segir að í þeim framkvæmdum leggi Steypustöðin sitt að mörkum með því að flytja steypuna á verkstað með rafknúnum ökutækjum og með því að dæla steypunni þangað sem hún eigi að fara með rafmagni í stað olíu. „Megnið af tækjum til malarvinnslu eru keyrðar á rafmagni. Næstu verkefni snúa m.a. að því að geta unnið alla námuvinnslu með rafmagni og að geta síðan flutt hráefni þaðan með sama hætti til steypustöðvanna eins og við erum þegar byrjuð á með fyrsta rafknúna malarflutningabílnum.“

 

 

 

Jónína nýr leiðtogi sjálfbærni-, gæða- og örygissmála

Steypustöðin hefur ráðið Jónínu Þóru Einarsdóttur í starf leiðtoga sjálfbærni- öryggis og gæðamála hjá félaginu.

Jónína hefur skapað sér sess í íslenskum byggingariðnaði og hefur undanfarin ár starfað á byggðatæknisviði hjá VSB Verkfræðistofu, þar sem hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum ásamt því að vinna að umhverfisstefnu stofunnar. Jónína er með MSc í Byggingaverkfræði frá DTU í Danmörku.

Jónína hefur réttindi sem BREEAM matsmaður sem stuðlar að sjálfbærum framkvæmdum í byggingariðnaði á Íslandi. Hún hefur tekið þátt í BREEAM nýbyggingavottunarverkefnum á  Íslandi í störfum sínum og brennur fyrir umhverfisvænni byggingar.

Það er mikill fengur að fá Jónínu í sterkasta liðið hjá Steypustöðinni,“ segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.

Steypustöðin hefur á undanförnum árum hrint af stað fjölmörgum verkefnum er snúa að sjálfbærni í steypuiðnaðinum. Með þessari nýju stöðu er verið að skerpa enn frekar á sjálfbærnimálum félagsins sem verður sífellt mikilvægari.

„Reynsla Jónínu kemur til með að nýtast Steypustöðinni gríðarlega vel í þeirri vegferð sem fyrirtækið er á í átt að sjálfbærari framtíð í steypuiðnaðinum á Íslandi.“ segir Björn að lokum.

Jónína hefur hafið störf og verður í lykilhlutverki innan félagsins að leiða sjálfbærnistefnu félagsins.

Í frítíma sínum stundar Jónína Crossfit af krafti og er mikill ferðalangur. Jónína er gift Arnari Páli og þau eiga saman 2 börn. Jónína er tónlistarunnandi og spilar á píanó. Hún er þó sannkallaður rokkari og uppáhaldshljómsveit er Foo Fighters.

 

Samfélagsskýrsla Steypustöðvarinnar 2022

Okkur er annt um umhverfið og samfélagið okkar – við viljum því á gagnsæjan hátt sýna það í verki hvað við erum að gera. Nú er önnur samfélagsskýrsla Steypustöðvarinnar komin út.

Að draga úr kolefnisspori með beinum aðgerðum og mótvægisaðgerðum er mikilvægt framfaraskref fyrir steypuiðnaðin. Það skiptir máli að gera allt sem hægt er að gera strax í dag; flokka sorp, endurvinna, draga úr sóun, draga úr losun á farartækjum, velja sjálfbærari kosti, styðja við samfélagið og vera skilvirk. Þannig byggjum við sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir.

Skoða skýrsluna í heild hér 

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á Íslandi tekinn í notkun

Steypustöðin fékk í dag afhentan fyrsta 100% rafmagnssteypubíl landsins. Um stórtíðindi er að ræða, ekki bara fyrir fyrirtækið heldur allan byggingariðnaðinn á Íslandi. Með kaupum á þessum vistvæna steypubíl getur Steypustöðin nú afhent steinsteypu á 100% rafmagni, sem dregur enn frekar úr kolefnisfótspori byggingargeirans á Íslandi.

Rafmagnsteypubílinn er 100% rafknúinn og mengar því ekkert hvort sem er í akstri eða losun steypunnar á verkstað.

Steypustöðin hefur síðustu ár verið brautryðjandi í því stóra verkefni að draga úr kolefnisfótspori steypuiðnaðarins á Íslandi. Nýi rafmagnssteypubíllinn gerir Steypustöðinni kleift að veita viðskiptavinum sjálfbærar lausnir á sama tíma og við stuðlum að umhverfisvænni orkugjöfum við dreifingu á steypu. Með vaxandi ógn af völdum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra eru margar atvinnugreinar að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor sitt. Byggingariðnaðurinn er þar engin undantekning og með tilkomu rafmagnssteypubílsins er Steypustöðin að taka stórt skref í átt að sterkari framtíð.

Gert er ráð fyrir að notkun rafbíla aukist á næstu árum og setur þessi þróun Steypustöðina í fararbroddi grænu byltingarinnar í byggingariðnaðinum. Rafmagnssteypubíllinn bætist í flotann, en í vikunni kynntum við til leiks rafmagnsdráttarbíl sem ekur steinefnum úr námum Steypustöðvarinnar á Steypustöðvar og á byggingarstað.

Rafmagnssteypubíllinn, tvinndælan og rafmagnsdráttarbíllinn er fyrsta skrefið sem Steypustöðin tekur í átt að orkuskiptum frá þungum dísilbílum í græna rafbíla. Í áætlunum félagsins er lögð áhersla á að skipta út öllum dísilvélum fyrir rafmagn og aðra umhverfisvænni orkugjafa.

Með þessum tímamótum getur Steypustöðin nú keyrt efni úr námum í steypuvinnslu á 100% rafmagni, hrært umhverfisvænu steypuna okkar GrænSterk, flutt hana á 100% rafmagnssteypubíl og dælt henni á byggingarstað með rafmagni. Allt með það fyrir augum að draga úr kolefnisspori byggingariðnaðarins enn frekar.

Þetta skref er aðeins byrjunin á rafvæðingunni og heldur Steypustöðin áfram að taka markviss og stöðug skref í átt að sjálfbærari kostum. Þannig byggjum við sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir.

Rafvæðing í steypuiðnaði

Ímynd steinsteypu þegar kemur að sjálfbærni er ekki góð. Samt er steinsteypa umhverfisvænt efni, unnin úr náttúrulegu hráefni og er full endurvinnanleg. Helsti gallinn er kolefnisfótspor steypunnar sem kemur út frá orkufrekri framleiðslu á sementi og efnahvarfi í framleiðsluferli sem veldur mikilli koltvísýringsmengun.

Framleiðsla á hefðbundnu Portland sementi losar um 890 kg/t CO2 . Undanfarin ár hafa sementsframleiðendur þróað nýjar sementstegundir sem innihalda mun minna sementsgjall og er þess í stað notuð flugaska, gjall úr málmframleiðslu, brenndur leir og náttúrulegt pozzolan efni eins og móberg. Þar með hefur tekist að draga verulega úr kolefnisspori sementsins og í dag eru til sementstegundir sem eru með minna en 600 kg/t CO2 eq. En það dugar ekki til.

Það er nauðsynlegt að steypuiðnaðurinn vinni markvisst að því að draga úr kolefnisfótspori á meðan framkvæmdir standa yfir. Í græna samkomulaginu í Evrópu (European Green Deal, EC 2019a) kemur fram að þörf verði á 90% minnkun á losun gróðurhúsa-lofttegunda frá vöruflutningi fyrir árið 2050 til að ná loftslagshlutleysi fyrir hagkerfið í heild sinni.

Íslenska ríkisstjórnin er búinn að skuldbinda sig til að standa við þau markmið sem sett eru í EGD. Steypa er þungt byggingarefni og flutningur hennar losar mikið af gróðurhúsalofttegundum eins og CO2 . Á árinu 2021 var ársframleiðsla steypu á höfuðborgarsvæðinu um 250.000 m3 . Að meðaltali eru steypubílar lestaðir með um 6,7 m3 steypu og því voru árið 2021 samtals um 75.000 steypubílar báðar leiðir. Meðalfjarlægð frá byggingarstað að steypustöð er á höfuðborgarsvæðinu um 15 km. Miðað við þessar forsendur hér að framan má áætla að steypubílaflotinn hafi ekið samtals um 1.100.000km árið 2021 sem gerir samtals eldsneytiseyðslu þar með um 700.000L af dísel. Kolefnisfótspor eins líters af dísel er 3,07 kg CO2 eq (brunnur að hjólum).

Eldsneytiseyðsla steypubíla per 100 km er töluvert hærri en flutningabíla vegna þess að þeir eru í „lausagangi“ á meðan steypa er í tunnu. Samkvæmt tölum sem Steypustöðin hefur tekið saman er meðalmengun steypunnar vegna flutnings um 6,7 kg CO2 eq / m3 . Þar með var heildarlosun vegna flutnings á steypu 1.675.000 kg CO2 eq árið 2021.

Iðnaðurinn hefur beðið lengi eftir lausnum sem geta komið í stað díselknúinna flutningabíla. Síðan 2021 hefur Steypustöðin jafnað eldsneytisnotkun sína út með endurheimtun votlendis í samvinnu við Landgræðsluna. En við leituðum að sterkari lausnum til að draga úr kolefnisfótspori okkar.

Í október 2022 voru á Bauma sýningunni í Munchen kynntar nýjar rafmagnslausnir og í framhaldinu ákvað Steypustöðin að kaupa rafmagns steypu- og dráttarbíla. Oft er sagt að rafmagnsbílar séu ekki eins umhverfisvænir og menn vilja meina. Í ljósi þess birti Scania skýrslu um samanburð jarðefnaeldsneytisknúna vörubíla (ICEV internal combustion engine vehicle) og rafmagnsknúna vörubíla (BEV battery electric).Framleiðsla á BEV hefur í för með sér meiri umhverfisáhrif, aðallega vegna orkufrekrar framleiðslu rafgeyma. Losun gróðurhúsalofttegunda hækkar úr 27,5 tonnum CO2 eq (ICEV framleiðsla) í 53,6 tonn CO2 eq fyrir hvern BEV sem er framleiddur.

 

Vegna meiri losunar gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslunni má líta svo á að BEV séu í kolefnisskuld í samanburði við ICEV. Þessi skuld á gróðurhúsalofttegundum jafnar sig þó út á notkunarfasa af því að kolefnisfótspor per ekinn kílómeter er töluvert minna. Hversu hratt þessum núllpunkti er náð er háð orkublöndu í rafmagnsframleiðlu.

Á Íslandi er losun koltvísýrings frá jarðhitavirkjunum lítil miðað við annarskonar rafmagnsframleiðslu. Rafmagnframleiðsla með jarðhita losar 7,5 g/kWs á móti 800g/ kWs þegar rafmagn er framleitt í kolaorkuveri. Scania er að reiknar með að munur milli BEV og ICEV sé kominn á núll eftir 33.000 til 68.000 km (28 t þriggja axla bíl) . Á meðan kolefnisfótspor hefðbundinna 28t bíla (ICEV) er um 430 t CO2 eq á líftíma er kolefnisfótspor 28 t BEV 63t CO2 eq þegar 100 % grænt rafmagn er notað til að hlaða rafgeyminn.

Steypustöðin er að stefnir að orkuskiptum og markmið er að skipta út 70% flotans fyrir árið 2032. Í dag er enginn með reynslu hvernig rafmagnssteypubílar henta í okkar umhverfi en við höfum fulla trú á að þessi leið sé sú rétta.

Fyrstu bílarnir sem verða teknir í notkun í byrjun ársins verða af tegund Putzmeister IONTRON. Leyfileg samtalsþyngd er 32 t og þar með geta þessir bílar vera með allt að 8 m3 steypu um borð. Rafgeymarnir í þessum bílum eru með 350 kWh sem á að duga í átta vinnutíma. En steypuiðnaðurinn er ekki bara að nota eldsneyti í flutning á steypu heldur er einnig töluverð notkun eldsneytis við dælingu á steypu. Eldsneytisnotkun við dælingu er um einn líter dísel per rúmmetra. Í dag er 75% af allri steypu dælt og miðað við það var kolefnisfótspor steypu sem var dælt á árinu 2021 um 575.000 kg CO2 eq.

Steypustöðin hefur pantað eina Putzmeister IONTRON dælu sem er útbúin með rafmagnsglussadælu til að dæla steypu á verkstað með rafmagni.

Samanlagt er hægt að draga út kolefnisfótspori um tæplega 10 kg/m3 CO2 eq. En það er ekki einungis loftmengun sem er áhyggjuefni heldur er hljóðmengun einnig stórt og vaxandi vandamál, sérstaklega í þéttbýli. Hljóðstig hefðbundinna steypubíla er um 70 dB þegar ekið er á 50 km/h hraða. Hljóðmengun frá IONTRON bílnum er til samanburða um 60 dB sem er helmingi lægra skynjað hljóðstig. Að dæla steypu fylgir einnig hljóðmengun en með rafmagnsdælu er hægt að lækka hljóðmengun um allt að 50%. Rafknúin tæki draga töluvert úr hljóðmengun og þar með eykst vinnuöryggi einnig.

Steypustöðin er spennt að fá þessi nýju tæki og hefja rannsóknarvinnu um frammistöðu þessara tækja við íslenskar aðstæður.

Skrifað af Kai Westphal Framkvæmdastjóra steypuframleiðslu og dreifingar hjá Steypustöðinni. Greinin  birtist í blaði Steinsteypufélags Íslands 2023.

7 ráð fyrir steypu í köldu veðri

Þegar líða tekur á haustið og kuldi farinn að gera vart við sig er gott að byrja að huga að réttum vinnubrögðum við uppsteypu. Rétt aðhlynning á ferskri steypu í köldum veðrum tryggir styrk og endingartíma steypunnar til muna.
Eitt af þessum atriðum er að leyfa steypunni ekki að frjósa á fyrstu stigum hörðnunar.

Við tókum saman nokkra punkta með steypusérfræðingum Steypustöðvarinnar um hvernig best er að tryggja eðlilega hörðnun (setting) steypu í köldu veðri.

Einangrunarmottur

Breiða yfir plötur eða mót með einangrunarmottum (Mambo) eða álíka eftir að steypu er lokið. Einangrun hjálpar til við að halda inni hita sem steypan myndar sjálf ásamt því að verja hana fyrir utanaðkomandi áhrifum eins og vindkælingu eða frosti.

Einangruð mót

Nota einangruð mót ásamt yfirbreiðslum til að auka áhrif einangrunar. Þegar þessi aðferð er notuð þarf þó að fylgjast vel með steypunni til þess að passa að hún ofhitni ekki.

Kynda undir loftaplötur

Mikilvægt er að loka rými undir plötunni vel og hita svo rýmið upp t.d. með hitablásurum svo að frost komist ekki að plötunni. Breiða þarf fyrst yfir með einangrunarmottum til að loka hitann inni. Með þessari aðferð verður útþornun steypunnar ekki of hröð og kemur einnig í veg fyrir sprungumyndun út frá plastískri rýrnun.

Frosinn jarðvegur

Það má ekki steypa á frosið undirlag. Þegar jarðvegur þiðnar eftir frost getur steypan sprungið. Kaldur jarðvegur getur líka hægt á styrktarmyndun í steypu sem hefur áhrif á þróun þrýstistyrks.

 

Ekki láta tólin frjósa

Það er mikilvægt að halda steypunni heitri, en líka mótum og járnum sem notuð eru við uppsteypu. Ef mót og járn eru of köld geta þau haft áhrif á styrktarþróun steypunnar á þeim svæðum.

Skammdegið

Á köldum vetrarmánuðum er sólin lægra á lofti, vindur blæs og rakastig í lofti er lítið. Allt býður þetta hættunni heim að steypan þorni of hratt og samtímis er þrýstistyrksþróun hægari og sprungur geta myndast. Vertu viss um að skipuleggja vel hvernig hita eigi steypuna þegar tekur að kólna.

Snjallsteypa

Fylgstu með hitastigi steypunnar í rauntíma með snjallnemum. Þú bregst við á réttum tíma og minnkar áhættuna á að steypan nái ekki sýnum hönnunarstyrk.
Meira á steypustodin.is/hvad-er-snjallsteypa/


Steypuframkvæmdin verður hraðari, öruggari og skilvirkari:

Þrátt fyrir aukið flækjustig sem felst í steypuframkvæmdum í köldu veðri er hægt að skrá hitastig og styrk steypunnar án þess að vera á staðnum allan sólarhringinn. Í köldu veðri er oft erfitt fyrir starfsmenn að vera á staðnum til að skrá hitastig og safna steypustyrksgögnum. Með notkun á snjallsteypuskynjurum gerir þetta leikinn talsvert auðveldari þar sem ekki þarf sérstaklega að koma á staðinn. Þú fylgist einfaldlega með þróuninni í rauntíma í símanum eða í tölvunni.


Fáðu tilkynningu þegar steypan er klár!

Notendur geta sett upp þröskuldarmörk í appinu fyrir bæði hitastig og styrk steypunnar. Þegar þessum mörkum hefur verið náð færðu tilkynningu í símann.

Tæknin gerir okkur kleift að bera kennsl á vandamál og leysa þau strax, forðast tafir og spara tíma sem leiðir til þess að töluverður kostnaðarsparnaður næst í verkefninu.

Með þessari byltingarkenndu tækni er auðveldara að steypa í köldu veðri. Steypuvinnan verður hraðari, öruggari og skilvirkari.


Tenging við veðurspá

Appið er tengt við veðurspá á Íslandi á svæðinu og það spáir fyrir um styrkleikaþróun steypunnar næstu 5 daga svo að notandinn geti gripið til nauðsynlegra aðgerða til að forðast frost í steypunni.

 

Viltu prófa alla þá kosti sem snjallsteypa bíður upp á? Sendu okkur línu






    Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á Íslandi (Staðfest)

    Nýr kafli í dreifingu og afgreiðslu á steypu er nú að hafinn á Íslandi. Steypustöðin kynnti í dag fyrsta 100% rafknúna steypubílinn og tvinndælu á Íslandi. 

    Steypustöðin gekk í vikunni frá samningi við stærsta steypudælu og -bílaframleiðanda heims, Putzmeister, um fyrsta rafmagnsknúna steypubílinn. Bifreiðin verður einnig fyrst sinnar tegundar í heiminum frá framleiðandanum.

    Einnig gekk Steypustöðin frá kaupum á Hybrid steypudælu og mun því geta dælt steypu á byggingasvæðum með verulega lágri kolefnislosun frá flutningum.

    Það er ótrúlega gaman að ganga frá þessum samningi, það er mikill heiður að Ísland fái fyrsta rafmagnsknúna steypubílinn frá Putzmeister og það er ákveðinn viðurkenning fyrir íslenska steypumarkaðinn að fá þetta traust og ryðja þannig brautina í heiminum fyrir umhverfisvæna steypuflutninga“ segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.

    Rafmagnsteypubílinn er 100% rafknúinn og mengar því ekkert hvort sem er í akstri eða losun steypunnar á verkstað.

    Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar segir þetta vera algjör kaflaskil fyrir íslenskan steypumarkað

     

    Hljóðmengun úr sögunni

    Hljóðmengun frá dísilknúnum vélum í framkvæmdum er oft á tíðum mikil truflun fyrir íbúa á staðnum, en rafmagnssteypubílinn er einstaklega hljóðlátur og veldur lítilli hljóðmengun.

    Hljóðmengun er mikið vandamál þegar verið er að steypa í dag með tilkomu þéttingu byggðar. Vélin í þessum rafmagnssteypubíl er einstaklega hljóðlát og nágrannar á svæðinu geta svo sannarlega sofið út þó að verið sé að steypa“ segir Björn.

    Tvinndæla einnig hluti af pakkanum

    Til að taka skrefið af fullri alvöru höfum við einnig fest kaup á tvinndælu sem dælir á 100% rafmagni á verkstað. Þannig myndast enginn kolefnisútblástur á verkstað á meðan á steypuframkvæmdum stendur“ Segir Björn Ingi.

    Rafmagnssteypubíllinn og tvinndælan er fyrsta skrefið sem Steypustöðin tekur í átt að orkuskiptum frá þungum dísilbílum í græna rafbíla. Í áætlunum félagsins er lögð áhersla á að skipta út öllum dísilvélum fyrir rafmagn og aðra umhverfisvænni orkugjafa.

     

    Verkefnið að byggja sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir

    Steypustöðin hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að draga úr kolefnisspori steypuframkvæmda.

    Að sögn Björns eru þetta algjör kaflaskil fyrir íslenskan byggingariðnað, þar sem nú sé hægt að flytja og dæla grænni og umhverfisvænni steypu með rafknúnum steypubíl og dælu á verkstað sem lækkar umtalsvert kolefnisspor steypunnar.

    Við erum fyrst og fremst að búa til þennan valkost fyrir viðskiptavini, í dag bjóðum við upp á græna steypu með minna kolefnisspori, snjallsteypu sem dregur úr notkun á sementi sem leiðir til minna kolefnisspors og endurvinnslu á steypu. En með orkuskiptum úr dísilknúnum steypubílum erum við að taka enn stærra skref í átt að alvöru kolefnisparnaði sem byrjar strax“ segir Björn að lokum

    Miklar fjárfestingar í þróun á kolefnishlutlausum steypubúnaði

    Putzmeister hefur á undanförnu fjárfest ríkulega til að vera leiðandi framleiðandi fyrir kolefnishlutlausan steypubúnað. Steypustöðin er algjör brautryðjandi í evrópskum byggingariðnaði og verður eitt af fyrstu fyrirtækjunum í heiminum til að bjóða viðskiptavinum sínum fullbúna rafknúna steypubíla og steypudælur. Við erum afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi með Steypustöðinni í því að móta umbreytingu sjálfbærra lausna fyrir framtíð byggingariðnaðarins“ segir Patrick Hildenbrand, vörustjóri Putzmeister iONTRON.

    Við hjá Rúko hf, sem umboðsaðili Putzmeister erum ótrúlega glöð og spennt með ákvörðun Steypustöðvarinnar að vera fyrst til að ganga frá kaupum á 100% rafknúnum steypubíl og tvinndælu frá Putzmeister. Við viljum óska Steypustöðinni til hamingju með þetta risastóra skref og hlökkum til samstarfsins“ segir Kristófer S. Snæbjörnsson Sölustjóri Rúko hf.