Svona var FS25 – Myndir og myndbönd

FS25: Fræðsluþing Steypustöðvarinnar 2025 – Tímamótaviðburður í byggingargeiranum

Þann 24. janúar 2025 fór fyrsta Fræðsluþing Steypustöðvarinnar, FS25, fram við troðfullan Háteigssal á Grand Hótel í Reykjavík. Viðburðurinn vakti gríðarlega athygli meðal fagfólks í byggingariðnaði, og þátttakendur fengu einstakt tækifæri til að hlýða á sérfræðinga fjalla um nýjungar, lausnir og framtíðarsýn í forsteyptum einingum.


Hvers vegna forsteyptar einingar?

Forsteyptar einingar voru í brennidepli viðburðarins – sem lausn við húsnæðisvanda og hraðari uppbyggingu innviða. Fyrirlesarar frá Íslandi og nágrannalöndum deildu þekkingu sinni og sögðu frá því hvernig þessi tækni hefur umbylt byggingargeiranum erlendis.


Fræðsla og nýsköpun í fyrirrúmi

Viðburðurinn samanstóð af sjö áhugaverðum fyrirlestrum sem hver um sig gaf nýja sýn á nýtingu forsteyptra eininga:

  • Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon í Danmörku, ræddi hvernig Danir hafa náð að nota forsteyptar einingar í allt að 60% bygginga sinna. Hann lagði áherslu á nauðsyn iðnvæðingar í byggingariðnaði til að ná betri hagkvæmni og hagræðingu.
  • Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS, fór yfir áætlaða íbúðaþörf fram til ársins 2050. Hann nefndi að Ísland þyrfti að byggja að meðaltali 4.000 íbúðir árlega til að mæta þeirri þróun.
  • Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt og eigandi T.Ark, bar saman stöðu Íslands og Norður-Evrópu í notkun forsteyptra eininga. Hann velti því upp hvers vegna Ísland væri svo aftarlega í þessari þróun.
  • Jónína Björk Ólafsdóttir, leiðtogi sjálfbærnimála hjá Steypustöðinni, fjallaði um mikilvægi sjálfbærni í framleiðslu og notkun forsteyptra eininga.
  • Wassim Mansour, framkvæmdastjóri sölu- og tæknisviðs hjá Steypustöðinni, lagði fram framtíðarsýn sína fyrir forsteyptar einingar og sýndi hvernig nýsköpun í greininni getur haft jákvæð áhrif á byggingariðnaðinn.
  • Örn Arnarson, yfirmaður verkefnadeildar og reisinga hjá Steypustöðinni, sýndi raunhæf dæmi um hvernig forsteyptar einingar hafa stytt framkvæmdatíma í nýlegu verkefni. Hann benti á allt að 50% styttingu byggingartíma í sumum tilfellum.
  • Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Vegagerðarinnar, fjallaði um hvernig forsteyptar einingar hafa reynst í brúargerð á jarðskjálftasvæðum. Rannsóknir hans lögðu áherslu á öryggi og endingu.

Líflegar umræður og stór spurning

Viðburðinum lauk með líflegum pallborðsumræðum þar sem sérfræðingar ræddu hvar ábyrgðin liggur í að hefja breytingarnar sem ræddar voru. Stærsta spurning dagsins var án efa:
„Hver ætlar að taka fyrsta skrefið í þessa átt?“


Er Ísland að nýta forsteyptar einingar nægjanlega vel?

Það er ljóst að Ísland er aðeins að nýta forsteyptar einingar í 10-12% tilvika, á meðan nágrannaþjóðir eins og Danmörk ná allt að 60%. Þessi samanburður gefur sterklega til kynna að mikil tækifæri liggja í að nýta þessa tækni betur, bæði fyrir hraða, hagræðingu og sjálfbærni í byggingargeiranum.


Takk fyrir að taka þátt!
Steypustöðin vill þakka öllum sem mættu á FS25 og tóku þátt í að skapa fræðandi viðburð. Myndir frá fræðsluþinginu eru aðgengilegar hér:

👉 Sjá myndir frá viðburðinum

Við hlökkum til að sjá ykkur á FS26!

 

 

Fræðsluþing Steypustöðvarinnar 2025

 

Fræðsluþing Steypustöðvarinnar verður haldið í fyrsta sinn þann 24. janúar 2025 þar sem yfirskriftin í ár er Forsteyptar einingar. Einvalalið sérfræðinga fræðir okkur um kosti og áskoranir þegar forsteyptar einingar eru nýttar.

Fræðsluþingið verður haldið á Grand Hótel í Háteigssalnum á 4. hæð frá kl. 09.00 – 13:00. Húsið opnar kl. 08:30 og verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar, dagskráin endar síðan á hádegisverði.

Aðalfyrirlesari FS25 er Jan Søndergaard Hansen, fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda Danmerkur.

Aðeins takmarkaður fjöldi kemst að og því mikilvægt að skrá sig fljótt. Við hlökkum til að sjá þig á Fræðsluþingi Steypustöðvarinnar 2025.

Skráning er hafin hér

Allar upplýsingar um viðburðinn má finna á www.steypustodin.is/fs25

 

Jan Søndergaard, Managing Director. Facilitation Industry Transformation

Aðalfyrirlesari er Jan Søndergaard Hansen – hann fjallar um hvernig Danmörk hefur leitt þróunina í átt að forsteyptum lausnum og hvaða tækifæri slík iðnvæðing getur skapað fyrir Ísland til að opna nýjar leiðir fyrir sjálfbærni og arðsemi.

How Denmark adopted precast and how precast revolutionized the construction market. 

  • Fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda í Danmörku
  • Stjórnarmaður hjá Sydsten í Svíþjóð
  • Stjórnarmaður Danish Concrete, national Concrete association
  • Stjórnarmaður ERMCO – European Ready Mix Concrete Organization, Danish Concrete – National concrete association og Sydsten í Svíþjóð
  • Ráðgjafi fyrir byggingariðnaðinn á Norðurlöndum

Steypustöðin hlýtur verðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni 2024

Við hjá Steypustöðinni erum afar stolt af því að hafa hlotið hvatningarverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur í sjálfbærni árið 2024. Þetta er viðurkenning sem við metum mikils, þar sem hún undirstrikar mikilvægi sjálfbærniaðgerða okkar og markvissa vinnu við að byggja upp sterka framtíð.

Í umsögn dómnefndar kemur fram að Steypustöðin hafi lagt mikla vinnu í að efla sjálfbærnivegferð sína og að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum, rafvæðingu og nýjum aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun. Verðlaunin eru unnin í samstarfi við Festu – miðstöð um sjálfbærni.

Verðlaunin hlýtur fyrirtækið fyrir sérstakt framtak sitt við rafvæðingu bílaflota síns. Nú samanstendur rafmagnsfloti fyrirtækisins af 6 rafmagns steypubílum, 1 rafmagns dráttarbíl og hybrid steypudælum, eða 9 tækjum í heildina og stefnan er sett á að 70% flotans verði knúinn á endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2032. Fyrirtækið hefur haldið utan um sparnað í CO2 sem og sparnað í dísilolíu frá tilkomu fyrstu rafmagnssteypubílana Árið 2023 sparaði Steypustöðin um 100,000 kg CO2 frá 3 maí 2023 þegar fyrsti rafmagns steypubíllinn var tekinn í notkun en það samsvarar um 32,000 lítrum í dísilsparnaði. Dísilsparnaður ársins 2024 er nú orðinn rúmir 56,000 lítrar.

Sjálfbærni er ein af grunnstoðum starfseminnar okkar, og við erum þakklát fyrir að fá þessa viðurkenningu sem staðfestingu á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár – vegferð þar sem við leggjum áherslu á að vera umhverfisvænni á öllum stigum ferlisins, allt frá framleiðslu til afhendingar. Steypustöðin hefur verið leiðandi í að þróa sjálfbærar lausnir, til að mynda með kaupum á fyrsta rafmagnssteypubílnum árið 2023, sem ekki aðeins dró úr mengun heldur markaði líka tímamót fyrir byggingargeirann á Íslandi. Í dag hefur flotinn stækkað í níu rafmagnssteypubíla, og kolefnissparnaðurinn af þeim nemur nú um 300.000 kg CO₂.


Mynd 1: Frá verðlaunaafhendingunni ásamt dómnefnd á vegum FESTU – Miðstöð um sjálfbærni og forstjóra Credit Info

 


Vegferðin okkar – 100% STERKARI


Í vegferð okkar að sjálfbærri virðiskeðju er lögð áhersla á alla þætti ferlisins. Við eigum og rekum eigin námur þar sem steinefni eru framleidd fyrir steypuna, og stór hluti tækjanna þar eru knúin á rafmagni. Steinefnin eru síðan flutt í steypustöðvarnar okkar, þar sem við framleiðum steypu sérsniðna að óskum viðskiptavina. Framúrskarandi rannsóknarstofa okkar gerir okkur kleift að þróa steypu með lægra kolefnisspori en hefðbundin steypa, og á næsta ári má vænta frekari breytinga á kolefnisspori steypunnar úr framleiðslu okkar.

Þegar steypan er tilbúin, flytjum við hana á byggingarstað í rafmagnssteypubílum, og á verkstað er henni dælt með hybrid dælum sem nýta rafmagn, sem lágmarkar losun á verkstað. Í framleiðslukerfinu okkar geta viðskiptavinir jafnframt fengið reiknað heildarkolefnisspor verkefnisins – allt frá öflun hráefna til flutnings steypunnar á verkstað – sem nýtist þeim í kolefnisbókhald sitt og til að uppfylla kröfur um sjálfbærnimarkmið verkefna. Samfélagslegur ávinningur eins og vellíðan starfsmanna og hljóðmengun á verkstað spilar líka veigamikið hlutverk í þessu ferli.

Við sjáum það sem okkar hlutverk að starfa í sátt við umhverfi og samfélag og að vera fyrirmynd í sjálfbærnimálum, með áherslu á að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum svo við skiljum eftir sterkara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Frá fyrstu skrefum til lokaafhendingar er sjálfbærni okkar leiðarljós, og við erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Takk fyrir okkur!

 

 

 

 

Sprungur í nýlagðri steypu

Steypa getur verið viðkvæm fyrir sprungumyndun á fyrstu klukkustundunum eftir niðurlögn ef að aðstæður eru þannig að hún þornar of hratt. Veðuraðstæður á verkstað geta valdið því að uppgufun verður of mikil af yfirborði steypunnar sem leiðir til togspennu í yfirborði og aukinni hættu á sprungumyndun. Til að koma í veg fyrir sprungumyndun er mælt með því að steypa eftir veðri og notast m.a. við yfirbreiðslur eða rýrnunarvara  þegar þörf krefur.

 

Hvað eru þurrksprungur í steypu?

 

Þegar steypa er hrærð í steypustöð , myndar vatn og sement samfeldan fasa af sementsefju sem byrjar fljótlega að hvarfast, storkna og síðar harðna.

Þessi hvörfun er mjög háð því að rétt hlutfall sé á milli vatns og sements í steypuhrærunni og þess vegna er steypa mjög viðkvæm fyrir því að þorna óeðlilega hratt, þá sérstaklega snemma eftir niðurlögn.

Þurrksprungur í steypu eru þ.a.l. sprungur sem myndast þegar vatnsbúskapur steypu er ekki í jafnvægi eftir niðurlögn.

Almennt eru þessi áhrif flokkuð í plastíska-rýrnun og þurrkrýrnun. En plastísk rýrnun verður þegar steypan er enn í sínu ferska ástandi á meðan þurrkrýrnun verður þegar steypan hefur fengið tíma til að harðna. Í grunnin er sama ferli þó að valda sprungumynduninni í báðum tilvikum. Í þessari grein ætlum við að leggja áhersu á plastíska rýrnun.

Mynd 1: Ófullnægjandi aðhlúun á steyptri plötu eftir niðurlögn á heitum sólríkum degi.

Af hverju myndast sprungur í yfirborði steypu þegar þurrt er í veðri?

 

Plastísk rýrnun


– Eftir niðurlög leitar vatn nálægt yfirborðinu upp og byrjar að blæða út úr steypunni, þessi blæðing er eðlileg upp að vissu marki en ef uppgufun af yfirborði steypunnar verður meiri en sem nemur eðlilegri blæðingu hennar, veldur það ójafnvægi og hættan eykst verulega á því að sprungur myndist.
– Þegar steypa þornar óeðlilega hratt í kjölfar niðurlagnar verður hún þannig fyrir rýrnun, þ.e. rúmmál hennar minnkar og hún dregst saman. Við þessa rúmmáls minnkun myndast togspenna í yfirborði steypunnar og hún á í hættu á að springa.
– Ef Þetta gerist strax eftir niðurlögn þegar hún er enn fersk kallast það plastísk rýrnun á steypunni, þetta myndar oft stórar stakar sprungur á yfirborði steypunnar. Þessar sprungur líta oft illa út en hafa sjaldan mikil áhrif á burðarþol steypunnar í heild. Hins vegar opna þær steypuna fyrir ytri áraun ef ekki er gengið frá þeim eftirá og þeim lokað.
– Plastísk rýrnun á sér stað á fyrstu klukkutímunum eftir niðurlögn og hægt er að koma í veg fyrir hana með aðhlúun í kjölfar niðurlagnar.
– Þar sem hlutfall yfirborðs á móti rúmmáli steypu er hátt þarf að gæta sérstakrar varúðar, eins og t.a.m. þegar steypa á lárétta fleti undir berum himni, þarf að huga að veðuraðstæðum og passa að uppgufun verði ekki of mikil í steypunni eftir niðurlögn. Gott dæmi um þetta eru stórar plötur á þurrum vindasömum vor/sumardögum.

Mynd 2: Plastísk rýrnun í steypu

Ýmsir efnisþættir hafa áhrif á plastíska rýrnun í hönnun steypunnar:


Magn sements: Rýrnun virkar á sementsefju hluta steypunnar sem þýðir að magn sements og annara bindiefna hefur mikil áhrif . Þannig að, meira sement þýðir aukin hætta á rýrnun. Þ.a. sterkar steyputegundir þar sem áhersla hefur verið lögð á mikið sementsmagn krefjast oft meiri varkárni í meðhöndlun.

V/S tala: Hlutfall vatns/sements hefur mikil áhrif á þurrkrýrnun steypu. Á einfaldan hátt má segja, að því meira vatn sem er í uppskriftinni því meiri verður uppgufunin og þannig verður hætta á aukinni rýrnun í steypunni.
Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga þegar óskað er eftir því að vatni sé bætt í steypubíl á verkstað til þess að bæta vinnanleika steypunnar. Það veldur því að steypan verður ekki með þá eiginleika (v/s) tölu sem hún var hönnuð fyrir og aukin hætta verður á rýrnun, og þ.a.l. sprungumyndun.
Þessi aðferð er í raun stranglega bönnuð til þess að bæta vinnanleika steypu samkvæmt ÍST EN 206:2013 (vegna einmitt þessa þáttar og ýmissa annara skaðlegra fylgikvilla sem geta komið upp við bætingu vatns á verkstað).

Hitastig steypu: Ef hitastigsmunur á steypu og lofthita verður mikill eykst uppgufun, þ.a.l. getur hár steypuhiti valdið aukinni rýrnun. Hár steypuhiti getur verið örsök ýmissa þátta í hönnun steypunnar.
– Þykk þversnið: í þykkum þversniðum verður meiri hitamyndun, þá sérstaklega í kjarna steypunnar.
– Háhraða sement: hraðari hvörfun sements í upphafi veldur aukinni hitamyndun og þ.a.l. aukinni hættu á rýrnun.
– Háhraða sement: hraðari hvörfun sements styttir þó tíman þar sem steypan er viðkvæm fyrir rýrnun.
– Flugöskusement: Flugöskusement hvarfast hægar en hefðbundið Portland sement og hitamyndun verður því jafnari. Þetta veldur því að minni líkur eru á rýrnun.
– Flugöskusement: Hægari hvörfun sements lengir þó tímann þar sem steypan er viðkvæm fyrir rýrnun og því þarf að huga að umvherfisaðstæðum ef nota á flugöskusement sem lausn til þess að minnka líkur á sprungumyndun.

Fylliefni: Almennt er talað um að lár fjaðurstuðull þýði meiri rýrnun, en reynsla okkar er sú að það eigi ekki endilega við þegar að kemur að íslenskum steinefnum. Þetta getur verið misjafnt á milli steinefna og uppruna þeirra. Þessi þáttur á frekar heima í þurrkrýrnunar umfjöllun þar sem steypan er orðin hörð.

Hvörfunargráða: Því lengra sem steypan er komin í hvörfunarfelinu minnkar hættan á rýrnun. Steypan getur þó haldið áfram að rýrna eftir að hún hefur harðnað og flokkast það þá sem þurrkrýrnun. Í grunnin má segja að því eldri sem steypan er þeim mun minni hætta er á rýrnun.

  • Utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif á plastíska rýrnun:


  • Umhverfisraki: Ef að þurrt er í veðri þá er hætta á aukinni uppgufun úr steypunni, sem eykur líkurnar á rýrnun.
  • Umhverfishiti: Hár umvherfishiti veldur aukinni uppgufun og þ.a.l. meiri hættu á rýrnun.
    • Umhverfishiti: Ef umhverfishiti er lár og steypuhiti er hár, veldur sá hitastigsmunur aukinni uppgufun og líkur á rýrnun aukast. Þetta atriði gleymist oft á vorin (sunnanlands) þegar norðlægar áttir eru oft ríkjandi með köldu/þurru og björtu veðri í lengri tíma.
    • Vindhraði: Aukinn vindhraði veldur því að raki flyst hraðar frá steypunni og nýtt þurrara loft kemur í staðin, þetta veldur því að aukin hætta verður á rýrnun. Þessi þáttur á sérstaklega við ef umhverfisraki er lár og er oft vanmetinn þáttur þegar utanaðkomandi aðstæður eru metnar fyrir steypuframkvæmdir.

 

  • Hvernig má fyrirbyggja að steypa springi við þessar aðstæður?

     

    Hér á landi er hitastig oft hentugt m.t.t. þessarar áhættu. En loftraki og vindhraði geta verið mjög breytileg og haft mikil áhrif á hættumat þegar kemur að steypuframkvæmdum. Hafa skal þessa áhættu í huga þegar kemur að sólríkum dögum og enn frekar ef vindur blæs nokkuð stíft. Sérstaklega þegar kemur að því að steypa stórar plötur undir berum himni í þeim aðstæðum.

    Við hjá steypustöðinni höfum sérstaklega tekið eftir áhættunni sem fylgir köldum björtum vordögum þar sem menn vanmeta áhrif þess þegar hitastigsmunur á milli lofts og steypu verður mikill. En ekki síður þegar líða tekur á sumarið og við taka heitari sólríkir dagar sem valda þá aukinni uppgufun vegna þess eiginleika heita loftsins að flytja raka frá steypunni.

    Nokkrar aðferðir hafa reynst vel við að minnka hættuna á plastískri rýrnun og fyrirbyggja sprungumyndun í  steypu fyrstu klukkustundirnar eftir niðurlögn, en hér höfum við tekið saman okkar helstu ráð.

    • Ákvarðanataka


      • – Steypa eftir veðri og fylgjast með veðurspám.
      • – Ekki velja sólríkan/heitan og vindasaman dag fyrir plötusteypun án þess að vera tilbúinn með aðhlúunaraðgerðir.
      • – Finna má rauntímaupplýsingar um hitastig, vindhraða og loftraka frá ýmsum veðurmælinga stöðvum hjá veður.is en hafa skal í huga að staðbundnar veðuraðstæður geta verið frábrugðin gildum sem þær stöðvar gefa upp, sérstaklega ef fjarlægðir eru miklar.

 

  • Aðhlúun sem fyrirbyggir rýrnun (sprungumyndun):


Mynd 3: Notkun rakaþéttrar yfirbreiðslu hindrar útgufun vatns og minnkar líkur á sprungumyndun.

  • Nota yfirbreiðslur eftir niðurlögn: Rakaþéttar yfirbreiðslur henta vel til þess að hindra útgufun vatns úr steypunni og minnka talsvert líkur á sprungumyndun.
  • Vökva steypuna eftir niðurlögn: Oft er ráðlagt að úða vatni reglulega á steypuna eftir að hún hefur tekið sig og þannig passa að yfirborð hennar sé ávalt rakt. Þetta er t.d. hægt að gera með venjulegum garðúðara fyrir bílaplön. Þetta kemur í veg fyrir að vatn gufi uppúr steypunni sjálfri og minnkar þannig líkur á sprungumyndun. Þetta á að sjálfsögðu við um þurrkrýrnun og á ekki að gera áður en að steypan hefur tekið sig.
  • Nota steypuþekju/rýrnunarvara: Hægt er að úða eða pensla sérstökum þekjum á steypuna strax eftir niðurlögn sem hjálpar steypunni að halda í raka sem annars gæti gufað upp. Í múrverslun Steypustöðvarinnar er hægt að fá tvær gerðir af Mapecure rýrnunarvörum, Mapecure 1 og Mapecure AF.
    • Mapecure 1 er vatnsleysanlegt efni sem myndar þunna filmu á yfirborði steypunnar. Filman minnkar vatnstap úr ferskri steypu og minnkar þannig líkur á sprungumyndun. Þessi vara hentar vel í almenn steypuverkefni bæði innan og utanhúss og er auðvelt að bera hana á með sprautubrúsa eða með rúllu.
    • Mapecure AF er olíubaserað efni sem myndar sterka filmu á yfirborði steypunnar. Hún myndar mjög góða vernd gegn uppgufun vatns, sérstaklega í krefjandi aðstæðum. Mapecure AF er sérstaklega hönnuð til að verja steypu í kaldara veðri og því hentar þessi vara vel í íslenskum aðstæðum þegar verja á stóra steypufleti utandyra, eins og t.d. plötur og bílaplön. Auðvelt er að bera efnið á með sprautubrúsa eða rúllu.

Mynd 4: Notkun rýrnunarvara (curing agent) hindrar útgufun vatns og minnkar líkur á sprungumyndun.

 

Samfélagsskýrsla Steypustöðvarinnar 2023

Ný samfélagsskýrsla Steypustöðvarinnar fyrir árið 2023 er komin út. Skýrslan endurspeglar þær miklu framfarir og áskoranir sem félagið hefur staðið frammi fyrir á árinu, með áherslu á sjálfbærni og nýsköpun. Steypustöðin hefur haldið áfram að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum, rafvæðingu, og nýjum aðgerðum til að draga úr kolefnislosun.

Á árinu 2023 tókum við stór skref með aukinni notkun á flugöskusementi, sem minnkar kolefnislosun um allt að 23% miðað við hefðbundna steypu. Þá höfum við tekið í notkun rafknúna steypubíla og önnur rafmagnstæki sem spara tugþúsundir lítra af dísilolíu á ári. Áframhaldandi þróun á þessu sviði mun auka áhrifin á næstu árum.

Steypustöðin hefur einnig eflt samstarf sitt við viðskiptavini og samfélagið í heild sinni, með fjölbreyttum stuðningi við íþróttafélög og samfélagsverkefni. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að efla velferð og réttindi starfsmanna okkar, meðal annars með líkamsræktarstyrkjum, jafnalaunaumhverfi og bættum öryggisferlum.

Samfélagsskýrslan fyrir 2023 sýnir skýrt að við erum á réttri leið að því að byggja sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir, þar sem sjálfbærni, nýsköpun og samfélagsábyrgð eru í forgrunni í allri starfsemi okkar.

Skoða skýrsluna í heild hér 

Steypustöðin komin með enn fleiri rafknúna steypubíla

Steypustöðin fékk nýlega afhenta þrjá nýja steypuflutningabíla af tegundinni P9G iOntron Sany/Putzmeister sem bæst hafa í flota þriggja annarra sams konar steypubíla sem afhentir voru á síðasta ári. Að auki hefur Steypustöðin staðfest kaup á tveimur rafknúnum ítölskum Dieci Mini Agrie skotbómulyfturum til vörumeðhöndlunar á athafnasvæðum félagsins. Verða þeir afhentir síðar í sumar, þeir fyrstu sinnar tegundar hérlendis. Þá verða alls tíu stór vinnutæki komin í þjónustu Steypustöðvarinnar sem öll eru rafknúin því á síðasta ári tók Steypustöðin einnig í notkun rafknúinn dráttarbíl (trailer) og tengiltvinndælubíl (hybrid) sem dælir steypu á verkstað á 100% rafmagni.

 

Breytt byggingarreglugerð

„Við hófum orkuskiptaverkefnið fyrir alvöru á síðasta ári en áður einnig tekið nokkra rafknúna fólks- og sendibíla í notkun. Við lítum svo á að verkefnið sé mikilvægt framlag okkar til sameiginlegs átaks þjóðarinnar í að draga úr kolefnislosun á Íslandi, en verkefnið er einnig mikilvægt í ljósi nýlegra breytinga á byggingarreglugerð sem felur í sér innleiðingu nýrra ákvæða um lífsferilsgreiningu mannvirkja. Breytingin gerir kleift að leggja mat á og takmarka umhverfisáhrif mannvirkja frá upphafi til enda líftíma þeirra og Steypustöðin er vissulega mikilvægur hlekkur í þeirri virðiskeðju. Þess vegna leggjum við áherslu á að auka jafnt og þétt hlutfall rafknúinna steypuflutningabíla, malarflutningabíla og steypudæla í heildarflota fyrirtækisins. Við gerum okkur einnig vonir um að áður en langt um líður komi á markað rafknúnar hjólaskóflur til notkunar í námum félagsins til að lengja enn meira í þessari mikilvægu virðiskeðju,“ segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.

 

Mikið dregið úr kaupum á dísilolíu

Björn segir reynslu félagsins af rafknúnum flutningabílunum hafa farið fram úr öllum væntingum. Bílarnir hafi sýnt fram á framúrskarandi drægni og hagkvæmni í rekstri með löngum vinnudögum án þarfar fyrir hleðslu yfir daginn. „Við höfum dregið umtalsvert úr kaupum á dísilolíu á þessu tímabili auk þess sem viðhald bílanna er minna en hinna. Á þessu ári sem rafknúnu steypubílarnir hafa verið notaðir ásamt rafknúna malarflutningabílnum og steypudælunni hefur losun CO2 í rekstrinum minnkað um a.m.k. 170 tonn og er þá ekki meðtalinn sá samdráttur losunar sem hlotist hefur af rafvæðingu ýmissa tækja sem sjá um steinefnavinnsluna í námunum og áður fyrr voru dísilknúin,“ segir Björn Ingi sem kveðst, ásamt samstarfsfólki sínu, staðráðinn í að halda áfram á sömu braut með frekari fjárfestingum í rafknúnum bílum og tækjum í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.

Nýir stórir blómapottar árið 2024

Við erum spennt að kynna nýja línu af stórum blómapottum sem setja svip sinn á heimilið og/eða í garðinn. Blómapottarnir eru hannaðir til að vera bæði fallegir og praktískir, þar sem þeir eru frostþolnir og hentugir til notkunar utandyra. Við kynnum fimm nýjar tegundir af blómapottum í mismunandi stærðum og lögun. Hér eru nokkrir af nýju blómapottunum okkar:

Jesselyn

  1. Blómapottur Jesselyn S Strípaður
    Jesselyn S potturinn er fullkominn fyrir þá sem vilja láta litla plöntu skína í stílhreinum potti. Sjá nánar.

Harley

  1. Blómapottur Harley Low L Strípaður
    Harley Low L er lágur og breiður pottur sem bætir glæsileika í hvaða umhverfi sem er. Sjá nánar.
  1. Blómapottur Harley L Strípaður
    Harley L potturinn hefur fallega strípað hönnun og rúmar meðalstórar plöntur. Sjá nánar.

Harith

  1. Blómapottur Harith L Strípaður
    Harith L potturinn er hannaður með glæsilegum strípum sem gefa honum einstakt útlit. Sjá nánar.
  1. Blómapottur Harith H Strípaður
    Harith H er hærri útgáfa af Harith pottinum, sem er fullkominn fyrir háar plöntur. Sjá nánar.

Eileen

  1. Blómapottur Eileen XL Dökk Grár
    Eileen XL er stóri dökkgrái potturinn sem kemur með nútímalegu útliti í garðinn. Sjá nánar.

Block svartur með áferð

  1. Blómapottur Block XL Svartur Áferð
    Block XL potturinn í svörtu er einstaklega stílhreinn og rúmar stærri plöntur. Sjá nánar.
  2. Blómapottur Block L Svartur Áferð
    Block L er minni útgáfa af Block XL og passar fullkomlega í minni rými. Sjá nánar.

Abby

  1. Blómapottur Abby M Dökkgrár
    Abby M potturinn er millistór og hentar vel fyrir miðlungs plöntur. Sjá nánar.
  2. Blómapottur Abby L Dökkgrár
    Abby L er stærri útgáfa af Abby pottinum, sem bætir stíl og yfirbragð í garðinn. Sjá nánar.

Komið við á Steypustöðinni og finnið hinn fullkomna blómapott fyrir ykkar heimili eða garð! Hægt er að skoða allt úrvalið af blómapottum hér.

Þjónustukönnun Steypustöðvarinnar

 

Kæri viðskiptavinur,Nú stendur yfir þjónusturannsókn sem rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um fyrir okkar hönd.Markmið rannsóknarinnar er að kanna þjónustu okkar og viðhorf þitt til Steypustöðvarinnar. Ef þú hefur einhverjar spurningar um könnunina er þér velkomið að hafa samband við Prósent með því að senda tölvupóst á rannsoknir@prosent.is eða hringja í síma 546 1008Einnig er þér velkomið að hafa samband við okkur hjá Steypustöðinni með því að senda póst á noi@steypustodin.isPersónuvernd og trúnaður við þátttakendurPrósent ehf. láta aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Prósent ehf. starfa eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum umpersónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við hvetjum þig til að kynna þér rétt þinn og hvernig Prósent meðhöndlar og verndar persónuupplýsingar þátttakenda.Nánari upplýsingar er að finna í https://prosent.is/personuverndarstefna/ Prósents.Með fyrirfram þökk,starfsfólk Steypustöðvarinnar

Steypustöðin á Topp 10 Orkuskiptaverkefni árið 2023

 

Steypustöðin var á dögunum valin á lista Bláma yfir Topp 10 orkuskiptaverkefni 2023. Þetta er ekki aðeins viðurkenning á okkar framlagi, heldur einnig staðfesting á okkar áherslu á sterkari og sjálfbærari framtíð.

Á síðasta ári tókum við mikilvæg skref í átt að þessu markmiði. Með því að fjárfesta í og innleiða fimm rafknúna vörubíla, þar á meðal þrjá steypubíla, einn steypudælubíl og dráttarbíl, höfum við styrkt stöðu okkar sem leiðandi fyrirtæki í umhverfisvænum lausnum í byggingariðnaðinum. Þessi tæki eru mikilvægur þáttur í að skapa sterkari grundvöll fyrir rafknúin ökutæki í greininni.

Árangurinn hefur farið fram úr öllum væntingum. Bílarnir hafa sýnt fram á framúrskarandi drægni og hagkvæmni, með löngum vinnudögum án þarfar á hleðslu yfir daginn. Við höfum náð verulegum sparnaði í dísilolíu og samdrátt í CO2-losun, sem er lykilatriði í okkar stefnu um sjálfbærni.

 

Vegferð að grænni framtíð

Framtíðarsýn Steypustöðvarinnar er skýr og metnaðarfull. Við stefnum að því að 70% af tækjaflota okkar verði rafknúinn árið 2032. Auk þess vinnum við stöðugt að þróun umhverfisvænni steypu og annarra grænna lausna, sem eru hluti af okkar heildrænu aðgerðaáætlun í umhverfismálum.

Við erum þakklát fyrir viðurkenninguna frá Bláma og lítum á þetta sem hvatningu til að halda áfram á þessari vegferð. Við erum stolt að taka þátt í þeim breytingum sem munu móta sterkari og sjálfbærari framtíð fyrir okkur öll.

Hægt er að skoða Topp 10 Orkuskiptaverkefni 2023 listann í heild sinni hérna.

Framtíðarleiðtogar mótaðir hjá Steypustöðinni

 

 

Steypustöðin hefur ráðið tvo stjórnendur sem báðir koma úr röðum fyrirtækisins. Sigríður Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs, og Rögnvaldur Andri Halldórsson tekur við stöðu rekstrarstjóra náma Steypustöðvarinnar.

Sirrý tekur við sem Framkvæmdastjóri rekstrar- og mannauðsviðs en hún hefur starfað hjá Steypustöðinni í þrjú ár sem framkvæmdastjóri mannauðs. Sirrý mun stýra rekstri í námum, efnisflutningum, viðhaldi og mannauðsmálum Steypustöðvarinnar.

Sirrý mun bera ábyrgð á að tryggja að öryggis-, gæðastöðlum og sjálfbærni markmiðum félagsins sé framfylgt, hámarka skilvirkni, þróa og innleiða stefnu og knýja áfram vöxt og arðsemi fyrirtækisins auk þess að bera ábyrgð á mannauðsmálum með það að markmiði að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað til framtíðar.

Sirrý er lögfræðingur að mennt og hefur áður sinnt sambærilegum hlutverkum á sínum fyrri vinnustöðum m.a. hjá Icelandair og AVIS.

Rögnvaldur tekur við stöðu sem rekstrarstjóri náma en hann hefur gegnt starfi viðhaldsstjóra síðastliðin fjögur ár hjá Steypustöðinni. Rögnvaldur mun stjórna daglegum rekstri námunnar, tryggja gæði þeirrar vöru sem framleidd er, öryggi starfsmanna, þróun í endurvinnslu og stuðla að innleiðingu sjálfbærnistefnu félagsins.

Rögnvaldur er með meistara gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (MPM) og starfaði áður hjá Munck í véla og jarðvinnudeild fyrirtækisins í 3 ár

„Ég bind miklar vonir við þetta teymi sem kemur inn á mjög spennandi tímum þar sem tækifærin eru mörg og krefjandi. Ég er sérstaklega glaður með að við getum í dag fundið fólk innan fyrirtækisins okkar. Það er hlutverk okkar sem stjórnendur að byggja upp nýja stjórnendur sem geta á síðari stigum tekið við keflinu. Þannig náum við að gera fyrirtækið sterkara og sjálfbærara til lengri tíma“ segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.