Sterkara vörumerki

Á undanförnum mánuðum höfum við unnið hörðum höndum að endurmörkun (rebrand) á vörumerki Steypustöðvarinnar. Nýtt merki, útlit og stefna lítur nú loks dagsins ljós.

AF HVERJU?

Góð spurning, af hverju að breyta? Það var komin tími til að fríska upp á vörumerkið í takt við breytingar á innviðum fyrirtækisins. Við sameiningu Steypustöðvarinnar, Loftorku Borgarnesi og efnisvinnsluna Hólaskarð varð til eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í byggingariðnaðinum. Tilgangurinn með breytingunum er að aðgreina vörumerkið í þeim tilgangi að skera sig úr en á sama tíma sameina allar rekstrareiningar og starfsmenn félagsins undir eitt vörumerki; Steypustöðin.
– Þannig sköpum við sterkari liðsheild með skýra sýn

STERKARA MERKI

Myndmerkið er stílhreint og byggt á fimm steyptum einingum sem myndar hring í takt við skuldbindingu okkar; sjálfbær þróun fyrir byggingamarkaðinn. Steyptu einingarnar eru tilvísun í fimm framleiðslueiningar fyrirtækisins; Blautsteypa, einingaframleiðsla, helluframleiðsla, námuvinnslur og múrefni.

 

STERKARA SLAGORÐ

Slagorð fyrirtækisins eru orðin Sterkari Lausnir. Steypa er sterkari en önnur byggingarefni og er mest notaða byggingarefni í heiminum. Með því að byggja sterkt í dag búum við til sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir.

 

STERKARI LITIR

Aðal litir Steypustöðvarinnar er STERKUR grænn litur, hvítur og grár.
Aðstoðarlitir eru appelsínugulur, silfurgrár og svartur. Litirnir eru skýrskotun í grænni og umhverfisvænni Steypustöð.

 

STERKARA LETUR

Okkar eigið letur er hreint og sterkt. Letrið er notað í öllu innra og ytra efni Steypustöðvarinnar.

 

STERKARI VEFSÍÐA

Við vildum skapa nútímalega og ferska vefsíðu með fókus á lausnir, og að það væri auðvelt að finna þær.

  • – Þrívíddar hús þar sem smellt er á byggingahluta í leit að lausnum
  • – Allar vörur hafa ítarlegar og betri notkunarupplýsingar
  • – Auðveld leit á síðunni
  • – Áhersla á að veita innblástur við garðlausnir
  • – Sterkari steyputegundir líta dagsins ljós sem auðveldar viðskiptavinum með val á steyputegundum sem henta þeirra aðstæðum.

STERKARI BIFREIÐAR

Steypubílarnir fá alveg nýtt útlit og nýja ásýnd. Grænn, hvítur og fagur.

STERKARI FATNAÐUR

Við leggjum áherslu á að allir starfsmenn komi heilir heim. Starfsmannafatnaður verður í öryggislitum fyrir aukinn sýnileika; appelsínugulur sem er hluti af litum í nýju vörumerki Steypustöðvarinnar.

Fatnaður steypustöðin

STERKARI BRÉF

Bréfsefni á pappír eða á stafrænu formi verður svona.

STERKARI KVEÐJUR

Undirskriftir okkar fyrir rafræn samskipti eins og tölvupóst verður með þessum hætti.

Steypustöðin lækkar kolefnisspor um 65%

Steypustöðin hefur lækkað kolefnisspor rekstursins um 65% milli ára en þar af minnkaði heildarlosun koltvísýringsígilda frá starfseminni um 11%. Kolefnisjöfnun í samvinnu við Landgræðsluna skilaði 54% af þessari hlutfallslegu minnkun.

Markmið ársins 2021 er að lækka heildarlosun koltvísýringsígilda enn frekar ásamt því að auka við mótvægisaðgerðir og þannig kolefnisjafna alla starfsemina. Markmiðið er hluti af stærri sjálfbærniáætlun Steypustöðvarinnar sem nær til fjölmargra þátta innan fyrirtækisins og tekur á umhverfis-, samfélags- og efnahagsþáttum.

Áhersla á sjálfbærni

„Sjálfbærni og umhverfisvernd er stærsta verkefni samfélagsins í dag og við leggjum mikið upp úr því að vera samfélagslega ábyrg“ segir Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar.

 

„Sjálfbærni í starfseminni er okkur mikilvæg, ekki aðeins út frá kolefnisspori heldur einnig þau áhrif sem við höfum á samfélagið með jafnrétti, beinum samfélagsstuðningi, lýðheilsu, öryggi starfsmanna og nýsköpun sem stuðlar að sjálfbærri framleiðslu“.

„Okkar áhersla er að sýna í verki hvað við erum að gera. Við ætlum að vera fremst í þróun og nýjungum á umhverfisvænum lausnum í byggingariðnaði. Síðustu ár hefur einnig verið markvisst unnið að rannsóknum á sviði vistvænnar steypu í samstarfi við hráefnisbirgja. Viðskiptavinir okkar geta nú þegar valið umhverfisvæna steypu með allt að 30% minna af kolefnisspori“.

 

Rafrænar mælingar

Á árinu 2019 hófst vinna við að safna saman gögnum um kolefnisspor Steypustöðvarinnar á öllum starfsstöðvum þess í samvinnu við Klappir grænar lausnir. Á árinu 2020 var síðan lokið við að kortleggja stöðuna og áhrif Steypustöðvarinnar á umhverfi sitt. Skráningar á kolefnisspori eru nú með rafrænum hætti og hægt er að fylgjast vel með allri losun.

 

„Samstarfið við Klappir hefur leitt til þess að við höfum góða yfirsýn yfir stöðu umhverfismála hjá okkur. Við búum núna yfir áreiðanlegum upplýsingum sem gagnast okkur í að ná markmiðum okkar um að Steypustöðin sé leiðandi fyrirtæki á Íslandi í sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum fyrir byggingariðnaðinn“ segir Björn Ingi að lokum.

 

Sterkari tölfræði