Myndband: Ein stærsta steypa Íslandssögunnar

Ein stærsta steypuframkvæmd Íslandssögunnar fór fram á dögunum í nýju hátæknisetri Alvotech í Vatnsmýrinni. Hafist var handa kl 05:30 að morgni 6. júlí. Áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdin tæki um 24 klst en verkefnið tók á endanum 18 klukkustundir.

Kvöldfréttatími RÚV var í beinni á staðnum og spjallaði við Björn Inga Victorsson forstjóra

Hægt er að skoða innslagið á RÚV með því að smella hér.

Nokkrar staðreyndir um framkvæmdina.

Hve mikil steypa fór í plötuna? 1984 rúmmetrar

Hvað tók langan tíma að steypa hana? 18 klukkustundir

Hversu margar steypubílaferðir voru farnar? Um 300 steypubílaferðir

Hve margir tóku þátt í verkefninu (starfsmenn)? Um 35 manns frá steypustöðinni og líklega um 20 frá framkvæmdaaðilum.

Hvað er platan stór? 3250 fermetrar

Hvað er platan þykk? 60cm

Í plötuna voru notaðir snjallnemar sem fylgist með framgangi steypunnar í rauntíma.

Nánari upplýsingar um snjallnemana má sjá hér: Snjallsteypa