Hvað kostar innkeyrsla?

Eftir langan dag í vinnunni og bið í umferðarsúpu á leiðinni heim, er ekkert notalegra en að koma að snyrtilegu húsinu með fallega útfærðri heimkeyrslu og aðkomu að útidyrum sem tekur vel á móti bæði íbúum og gestum. Bílnum er rennt ljúflega inn á hellulagt og snyrtilegt bílaplanið þar sem honum er stungið í samband við hleðslustöðina. Frá bílaplaninu er gegnið inn á rúmgott svæði við útidyrnar með húsgögnum og blómpottum sem litrík sumarblóm flæða út úr. Ef hlýtt er í veðri má setjast niður og taka nokkrar mínútur í núvitund áður en farið er inn í húsið til að takast á við amstur síðdegisins. En, hvað þarf til að gera þessa mynd að raunveruleika?

Hvernig á ég að undirbúa?

Fyrsta skrefið er alltaf að safna saman eins miklum upplýsingum og hægt er. Á teikningum arkitekts eru bílastæði og aðkoma húss gjarnan staðsett. Flestum húsum fylgja kvaðir um fjölda bílastæða og tekur arkitektateikningin tillit til þess. Með þessum upplýsingum má ákveða hvar hellulagnir eru staðsettar. Steypustöðin er með mikið úrval af hellum og garðlausnum t.d. kantsteina fyrir gróðurbeð. Á heimasíðu Steypustöðvarinnar má finna allar vörurnar ásamt hugmyndum að útfærslum. Svo er alveg þess virði að leita hugmynda á internetinu en þar koma fremstir í flokki vefirnir pinterest.com og houzz.com. Á báðum þessum síðum má slá inn leitarorð og þá hrynja fram hugmyndir.

Þarf ég að láta hanna innkeyrsluna?

Stutta og hnitmiðaða svarið við þessari spurningu er „já“. Steypustöðin er í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Urban Beat sem býður upp á Hugmyndaráðgjöf fyrir afmörkuð garðsvæði. En þar starfa færustu landslagsarkitekar landsins með margra ára reynslu. Hugmyndaráðgjöfin kostar frá kr. 112.000 með vsk. en innifalið í því er undirbúningur hönnuðs, 1-2 klst. hönnunarfundur og frágangur teikninga með þrívíðum sjónarhornum og málsettri grunnmynd.

 

 

Teikniforrit Steypustöðvarinnar

Fyrir þá sem vilja sjá um hönnun og útlit sjálfir býður Steypustöðin upp hönnunarforrit á heimasíðunni  þar sem hægt er að hlaða upp ljósmynd og vinna með mismunandi tegundir af hellum og mynstrum.

Teikniforrit Steypustöðvarinnar

Hér þarf að gæta að því að svæðið sé mælt upp á staðnum þegar farið er í framkvæmdir þannig að hægt sé að afgreiða rétt magn af hellum.

Hvað kostar að helluleggja innkeyrsluna?

80/20 reglan á vel við hér en hún er sú að um 80% af kostnaði við að helluleggja er vinnan en hellur eru oftast um 20% af heildarkostnaði. Steypustöðin mælir eindregið með fagaðilum og verktökum sem kunna vel til verka. Því oftast færð þú nákvæmlega það sem þú borgar fyrir þegar mat er lagt á kostnað við vinnuliðinn. Og mundu að þetta er langtímafjárfesting sem á að duga í áratugi.

Algengasta leiðin við að reikna út verð bílaplans er að miða við kostnað per fermetra en verktakar miða yfirleitt tilboðin sín við fjölda fermetra. Hellurnar sjálfar kosta gjarnan milli 6.000 og 7.000 krónur per fermetri en við það bætist ýmis frágangur.

Hér getur þú skoðað helsta úrval Steypustöðvarinnar í hellum en þar getur þú valið yfir 20 tegundir.

Hér á eftir kemur listi með helstu kostnaðarliðum:

– Hellur: kr. 6.000-7.000 p/m2 með vsk.

– Jarðvegsskipti: (Jarðvegur fjarlægður og grús komið fyrir, 60-80 cm þykkt): kr. 6.000 – 10.000 p/m2 með vsk.

– Vinna við hellulagningu: (Þjöppun grúsar, sléttun sands, þjöppun, lagning, sögun, kantfrágangur og söndun í fúgur): kr. 12.000-16.000  p/m2 með vsk.

= Alls: kr. 24.000 – 30.000 p/m2 með vsk.

Nokkur dæmi um grunnkostnað án snjóbræðslu, kantsteina, hleðslusteina og annars frágangs:

  1. 50 m2 innkeyrsla: 1,2-1,5 M með vsk.
  2. 100 m2 innkeyrsla: kr. 2,4-3,5 M með vsk.
  3. 150 m2 innkeyrsla: kr. 3,6-4,5 M með vsk.

Nú er allt orðið voða fínt! Hvað svo?

Það gleymist stundum að allt sem þarf að standa úti ársins hring í íslensku veðri þarf að fá ást og umhyggju til að viðhalda fegurð. Það er ekkert öðruvísi með bílaplanið og aðkomuna. Hellur Steypustöðvarinnar er sérstyrktar með granítsandi, sem gefur þeim harðara og slitsterkara yfirborð. Vindurinn sér þó um, með tímanum, að feykja sandi upp úr fúgum en þá skapast pláss fyrir mold og önnur lífræn efni sem mynda jarðveg fyrir mosa og gróður. Þess vegna er nauðsynlegt að vinna sandinn vel ofan í fúgurnar eftir að hellurnar eru lagðar. Ef fúgusandur er notaður er vel þess virði að fara nokkrum sinnum yfir planið til að vinna sandinn ofan í fúgurnar og jafnvel víbra á milli. Þessi sérstaki sandur er þeim eiginleikum gæddur að kornin læsast saman og situr hann því betur í hellulögninni. En hvaða lausn sem notuð er, þá þarf að þrífa og viðhalda með reglulegu millibili. Mögulega þarf að endurnýja fúgurnar á 3-7 ára fresti með því að fjarlægja úr þeim jarðveg með háþrýstidælu og vinna svo nýjan sand ofan í þær.

Nánari upplýsingar um hellusand og fúgusand færð þú hér

Að lokum! Eru hellur bestar?

Það eru sem betur fer til fleiri lausnir en ein fyrir bílaplanið. Steypt bílaplan og mynstursteypa er eitt af vinsælum valkostum með marga kosti. Steypustöðin er í samstarfi við fjölda múrara sem geta útbúið mynstruð eða slípuð plön. Það eru þó ákveðnir kostir við hellurnar á tímum þegar umhverfismál skipta meira og meira máli. Hellur má hæglega endurnýta ef af einhverjum ástæðum þarf að fjarlægja þær. Það er auðvelt að gera við hellulögn eftir viðgerð eða vegna viðhalds á lögnum neðanjarðar. Að lokum munu hellur spila lykilhlutverk á næstu árum þegar krafan um umhverfisvæn gegndræp yfirborð verður almennari. Við hvetjum þig til að skoða vel úrvalið á www.steypustodin.is og leita eftir ráðleggingum sölumanna.