Holplötur

Prev
Next

Holplöturnar okkar eru forsteyptar einingar einkum ætlaðar í gólf á milli hæða.

Þær eru aðallega notaðar í iðnaðarbyggingar og bílastæðahús en einnig í íbúðarhús.

Þær líta vel út og fljótlegt er að reisa þær.

Holplöturnar eru framleiddar í fjórum þykktum: 20 cm, 26,5 cm, 32 cm og 40 cm.

Breiddin er 120 cm og lengdin getur verið allt að 18 m.

Áseta undir enda holplötu þarf að vera að lágmarki 8 cm breið en þó ekki minni en L/125 (þar sem L merkir haflengd).

Fyrir þykkari plöturnar, þ.e. 32 cm og 40 cm, skal breidd ásetu þó vera að lágmarki 10 cm.

Til að tryggja rétt sæti fyrir holplötu, þarf að koma fyrir stilliþynnum, sem geta verið úr flatjárni eða vatnsheldum krossviði.

Tvær stilliþynnur þarf undir hvorn enda holplötunnar.

Þynnurnar skal staðsetja undir burðarrifjum á milli tveggja ystu holrýma holplötunnar.

Stærð þynnu skal hylja breidd ásetu (sbr. að ofan), en mælt þvert á holplötuna getur breidd þynnunnar verið um 10 cm.

Þykkt þynnu skal vera á milli 1 og 2 cm.

Oft kemur ásteypulag eða ílögn ofan á holplötur.

Lágmarksþykkt ásteypulags skal vera 4 cm.

Þegar plata hefur verið lögð á undirstöður, er gengið frá tengijárnum og steypt undir plötuenda og í raufar milli platna og við sæti.

Í neðri brún platna eru boruð drengöt í verksmiðju til að tryggja að vatn safnist ekki í fyrir holrými.

Hyggja þarf vandlega að því að drengötin haldist opin eftir að plötum hefur verið komið fyrir í mannvirki.

Viltu vita meira?






    • Upplýsingar

      Next

      Holplöturnar okkar eru forsteyptar einingar einkum ætlaðar í gólf á milli hæða.

      Þær eru aðallega notaðar í iðnaðarbyggingar og bílastæðahús en einnig í íbúðarhús.

      Þær líta vel út og fljótlegt er að reisa þær.

      Holplöturnar eru framleiddar í fjórum þykktum: 20 cm, 26,5 cm, 32 cm og 40 cm.

      Breiddin er 120 cm og lengdin getur verið allt að 18 m.

      Áseta undir enda holplötu þarf að vera að lágmarki 8 cm breið en þó ekki minni en L/125 (þar sem L merkir haflengd).

      Fyrir þykkari plöturnar, þ.e. 32 cm og 40 cm, skal breidd ásetu þó vera að lágmarki 10 cm.

      Til að tryggja rétt sæti fyrir holplötu, þarf að koma fyrir stilliþynnum, sem geta verið úr flatjárni eða vatnsheldum krossviði.

      Tvær stilliþynnur þarf undir hvorn enda holplötunnar.

      Þynnurnar skal staðsetja undir burðarrifjum á milli tveggja ystu holrýma holplötunnar.

      Stærð þynnu skal hylja breidd ásetu (sbr. að ofan), en mælt þvert á holplötuna getur breidd þynnunnar verið um 10 cm.

      Þykkt þynnu skal vera á milli 1 og 2 cm.

      Oft kemur ásteypulag eða ílögn ofan á holplötur.

      Lágmarksþykkt ásteypulags skal vera 4 cm.

      Þegar plata hefur verið lögð á undirstöður, er gengið frá tengijárnum og steypt undir plötuenda og í raufar milli platna og við sæti.

      Í neðri brún platna eru boruð drengöt í verksmiðju til að tryggja að vatn safnist ekki í fyrir holrými.

      Hyggja þarf vandlega að því að drengötin haldist opin eftir að plötum hefur verið komið fyrir í mannvirki.

    • Fyrirspurnir

      Next

      Viltu vita meira?






      • Gagnablöð

        Next
      Vörunúmer: Holplötur

      Hafðu samband

      Holplötur