Sterkasta og Besta deildin

Steypustöðin og Íslenskur Toppfótbolti skrifuðu í dag undir samning þess efnis að Steypustöðin verði aðalstyrktaraðili Bestu deildar karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Deildin verður  með nýjum áherslum þar sem efstu deildirnar fá nýtt nafn og nýja ásýnd undir sínu eigin merki Besta deildin. Nýja vörumerkið er byggt á merki sem grafið var í fyrsta bikar Íslandsmótsins frá árinu 1912 og hefur sterka tengingu við sögu Íslandsmótsins þar sem keppt var um titilinn besta knattspyrnufélag Íslands.

Um tímamótasamning er að ræða í tengslum við styrktaraðila deildarinnar og þar sem deildarsamtökin semja beint við aðila án milligöngu Knattspyrnusambands Íslands.

Það eru nokkrir mánuðir síðan við byrjuðum að skoða þetta og okkur langaði mikið að taka þátt. Við slógum til og ætlum okkur að taka virkan þátt í deildinni næstu árin. Það er spennandi uppbygging í vændum hjá efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu með nýjum áherslum sem mun efla íslenska knattspyrnu til muna“ segir Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar.

Hér má sjá myndband frá deginum í Bæjarbíói.

Skrifað var undir styrktarsamninginn á blaðamannafundi og kynningu á Bestu deildinni í Bæjarbíó í dag.

Það er frábært að fá stærsta og sterkasta framleiðanda af steypu og tengdum afurðum með okkur í þessa vegferð. Steypustöðin er fyrirtæki með langa, góða og merkilega sögu og trausta ímynd. Það er okkur mjög mikilvægt að hafa svo sterkan bakhjarl sem hjálpa okkur að taka þessa deild upp á næsta stig. Það er mikil spenna fyrir samstarfinu og þetta mun koma sér mjög vel fyrir Steypustöðina og félögin.“ Segir Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta.

Besta deildin fer af stað þann 18. Apríl í karlaflokki og þann 26. apríl í kvennaflokki.

Við erum einstaklega ánægð með að tengja okkur við sterkustu og bestu deildir landsins.  Steypustöðin er hér að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu karla og kvenna. Við höfum verið að styrkja íþróttahreyfinguna með ýmsu móti en fáum nú tækifæri til að taka þátt með enn meiri vigt.  Allar íþróttir hafa mikið forvarnargildi og íslenski fótboltinn er stór hluti af samfélaginu sem við búum í með flesta iðkendur og fylgjendur. Það er stefna okkar hjá Steypustöðinni að sýna í verki samfélagslega ábyrgð og m.a. styðja við hreyfingu af þessu tagi“ Segir Björn Ingi að lokum.

Hér að neðan er kynningarmyndband fyrir Bestu deildina