
Ný samfélagsskýrsla Steypustöðvarinnar fyrir árið 2023 er komin út. Skýrslan endurspeglar þær miklu framfarir og áskoranir sem félagið hefur staðið frammi fyrir á árinu, með áherslu á sjálfbærni og nýsköpun. Steypustöðin hefur haldið áfram að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum, rafvæðingu, og nýjum aðgerðum til að draga úr kolefnislosun.
Á árinu 2023 tókum við stór skref með aukinni notkun á flugöskusementi, sem minnkar kolefnislosun um allt að 23% miðað við hefðbundna steypu. Þá höfum við tekið í notkun rafknúna steypubíla og önnur rafmagnstæki sem spara tugþúsundir lítra af dísilolíu á ári. Áframhaldandi þróun á þessu sviði mun auka áhrifin á næstu árum.
Steypustöðin hefur einnig eflt samstarf sitt við viðskiptavini og samfélagið í heild sinni, með fjölbreyttum stuðningi við íþróttafélög og samfélagsverkefni. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að efla velferð og réttindi starfsmanna okkar, meðal annars með líkamsræktarstyrkjum, jafnalaunaumhverfi og bættum öryggisferlum.
Samfélagsskýrslan fyrir 2023 sýnir skýrt að við erum á réttri leið að því að byggja sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir, þar sem sjálfbærni, nýsköpun og samfélagsábyrgð eru í forgrunni í allri starfsemi okkar.
➜ Skoða skýrsluna í heild hér
