Umhverfisstefna
Tilgangur
Stefnan er sett til þess að marka skýra stefnu í umhverfismálum og sem leiðarljós í daglegum rekstri.
Stjórnendum og eigendum Steypustöðvarinnar er umhugað um náttúru Íslands og vilja hlúa að henni og vernda umhverfið fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Stefnan tekur mið af sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að uppfylla kröfur í lögum, reglum og reglugerðum.
Umfang
Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi og starfstöðva fyrirtækisins.
Það á jafnt við um steypustöðvar, einingarverksmiðju, helluverksmiðju, malarnámur, hverskonar ökutæki og stoðdeildir svo sem verkstæði, rannsóknarstofur og skrifstofur. Starfsfólk skal virða umhverfisstefnuna í öllum störfum sínum fyrir félagið.
Markmið
-
– Að reka fyrirtækið þannig að neikvæð umhverfisáhrif séu í lágmarki.
-
– Að taka tillit til alþjóðlegra markmiða varðandi loftslagmál og vinna markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig úr kolefnisspori starfseminnar.
-
– Að stuðlað verði að fullnýtingu úrgangs sem fellur til við framleiðslu efnis og að reynt sé að komast hjá því eftir bestu getu að sorp verði notað í landfyllingar.
-
– Að leggja aukna áherslu á hringrásarhagkerfið.
-
– Að vera meðvituð um umhverfisáhættur félagsins og gera ráðstafanir til að draga úr líkum á umhverfisóhöppum og koma í veg fyrir mengun.
-
– Að notuð verði umhverfisvænni efni og að starfsemin mengi hvorki land né vatn.
-
– Að mengað loft, ryk og óþefur berist ekki út í andrúmsloftið.
-
– Að notkun efnis og auðlinda verði sjálfbær.
-
– Að húsnæði, farartæki, vélar og önnur tæki séu snyrtileg og vel við haldið.
Leiðir að markmiði
-
– Tryggja skal að unnið verði að stöðugum umbótum með því að halda utan um atvik, greina orsakir og framkvæma umbætur í umhverfimálum, í samræmi við vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001.
-
– Steypustöðin leggur ríka áherslu á að efla umhverfisvitund starfsfólks með markvissri fræðslu um umhverfismál. Stefnan skal kynnt fyrir starfsfólki og fræðsla um umhverfismál skal vera viðvarandi verkefni, meðal annars á morgunfundum og með námskeiðahaldi.
-
– Viðvarandi hvatningu skal miðlað til starfsmanna um að taka þátt í viðleitni fyrirtækisins til að minnka umhverfisáhrif starfseminnar.
-
– Draga skal úr úrgangi og tryggja skal viðeigandi aðstöðu á öllum starfstöðvum þar sem hægt er að flokka og geyma sorp og spilliefni. Slíka aðstöðu skal merkja á skýran og leiðbeinandi hátt.
-
– Tryggja skal að spilliefnum sé fargað á viðurkenndan hátt.
-
– Framkvæma áhættumat m.t.t. umhverfismála á öllum starfsstöðvum og sinna reglubundinni vöktun með starfsstöðvum, vélum og tækjum.
-
– Tryggja skal gott viðhald allra farartækja og véla sem notaðar eru á starfstöðvum fyrirtækisins. Sérstaklega skal huga að mengunarvörnum og olíusmiti og lagfæra slíkt við fyrsta tækifæri.
-
– Starfstöðvum fyrirtækisins skal haldið hreinum og öryggismerkingar vera til staðar.
-
– Vinna náið með birgjum og viðskiptavinum fyrirtækisins í anda umhverfisstefnunnar.
-
– Steypustöðin gerir kröfu til þeirra sem sinna stjórnunar- og leiðtogahlutverki að sýna gott fordæmi þegar kemur að umhverfismálum og hvetji starfsfólk sitt til að huga vel að þessum atriðum. Ábyrgðin er skýr og starfsfólk veit og finnur að umhverfisþættir eru hafðir að leiðarljósi við ákvarðanir í rekstrinum.
-
– Innkaup félagsins taka mið af þessari stefnu og útgefnum siðareglum þess sem snúa að aðkeyptri þjónustu og vörum.
Ábyrgð
Stjórnendur skulu sýna gott fordæmi og bera ábyrgð á að skapa aðstæður og vinnuumhverfi til að hrinda þessari stefnu í framkvæmd.
Ábyrgð á framkvæmd umhverfisstefnu Steypustöðvarinnar er fyrst og fremst hjá framkvæmdastjórn fyrirtækisins, leiðtoga í sjálfbærni, öryggi og gæðum ásamt verkstjórum á hverri starfstöð. Allt starfsfólk skal kynna sér efni stefnunnar og framfylgja henni.
Endurskoðun
Umhverfisstefnan skal endurskoðuð á tveggja ára fresti.
Endurskoðunin er á ábyrgð leiðtoga í sjálfbærni, öryggi og gæðum ásamt framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Að endurskoðun lokinni skal stefnan samþykkt af forstjóra. Útgáfa með eldri dagsetningu fellur þá jafnframt úr gildi.