Steypustöðin er Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Steypustöðin hlaut nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki 2021. Þetta er þriðja árið í röð sem Steypustöðin tilheyrir þessum sterka hóp af íslenskum fyrirtækjum.

„Það að vera framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á þeirri miklu vinnu sem allir starfsmenn Steypustöðvarinnar leggja á sig alla daga fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtækið. Við getum ekki annað en verið stolt af þessari viðurkenningu“ segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.

„Fyrirtækið er 75 ára gamalt, með framúrskarandi starfsfólk og sterka eiginfjárstöðu. Ég held að það sé grunnurinn að því að gera fyrirtækið að fyrirmyndarfyriræki,“ segir Björn Ingi að lokum.

 

Hvað er framúrskarandi fyrirtæki?

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
Til þess að teljast framúrskarandi þarf Steypustöðin að uppfylla ströng skilyrði sem eru listuð hér að neðan.
  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár