Sjálfbærnistefna Steypustöðvarinnar
-
• Sterk umhverfisábyrgð
• Sterk samfélagsleg ábyrgð
• Steypum bæinn grænan
• Byggjum sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir
Tilgangur
Steypustöðin leggur áherslu á að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Starfsemin er rekin í samræmi við skýr og mælanleg markmið í sjálfbærnimálum. Tilgangur sjálfbærnistefnu Steypustöðvarinnar er að skilgreina markmið og megináherslur í sjálfbærnimálum þar sem fyrirtækið gefur loforð um að það ætli á ábyrgan hátt að haga starfseminni þannig að hún lágmarki neikvæð umhverfisáhrif eins mikið og kostur er. Rík áhersla er því lögð á að draga úr þeim áhrifum sem framleiðsla á steypu og flutningur hennar veldur til þess að vernda umhverfið fyrir komandi kynslóðir. Enn fremur leggjum við kapp við að veita starfsfólkinu okkar öruggt og heilbrigt umhverfi. Við leggjum áherslu á hagkvæmar lausnir og að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.
Stjórnvöld hafa sett skýr markmið um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum til þess að uppfylla Parísarsáttmálann. Steypustöðin ætlar að leggja sitt af mörkum í hringrásarhagkerfið, stuðla að vistvænni mannvirkjagerð ásamt því að lágmarka kolefnislosun, auðlindanýtingu og úrgang. Við leggjum einnig ríka áherslu á að vera meðvituð um breytingar á kröfum stjórnvalda og fylgja þeim að öllu leyti.
Það er stefna fyrirtækisins að starfsfólk sé upplýst um sjálfbærnimál og að þeirri þekkingu sé viðhaldið með fræðslu til þess að ýta enn fremur undir það að starfsfólk tileinki sér að hafa sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í starfi sínu hjá Steypustöðinni.
Steypustöðin vill vera til fyrirmyndar þegar kemur að öllum þremur stoðum sjálfbærrar þróunar, þ.e. umhverfislegum þáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þá tekur Steypustöðin tillit til alþjóðlegra markmiða varðandi sjálfbærni og hefur því lagt áherslu á eftirfarandi Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna í allri sinni starfsemi og daglegum rekstri:
Umfang
UMHVERFI
Markmið og aðgerðir
• Kolefnisfótspor
Steypustöðin stefnir á að fylgja stefnu stjórnvalda með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 55% fyrir 2030 (miðast við árið 1990).
Leiðir að markmiði
– Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
– Minnka notkun á jarðefnaeldsneyti og auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum.
– Auka framleiðslu á steypu með lægra kolefnisspor og leggja áherslu á skilvirka notkun sements.
– Tryggja gott viðhald allra farartækja og véla sem notaðar eru á starfsstöðvum fyrirtækisins.
– Huga sérstaklega að mengunarvörnum og olíusmiti og lagfæra slíkt við fyrsta tækifæri.
• Úrgangsmál
Við stefnum á 10% minnkun í magni úrgangs á milli ára og þannig skilvirkari notkun hráefna. Þar að auki stefnum við á 10% aukningu í flokkun á milli ára.
Leiðir að markmiði
– Tryggja viðeigandi aðstöðu til flokkunar á öllum starfsstöðvum.
– Leggja aukna áherslu á hringrásarhagkerfið.
– Koma afgangssteypu, um 3-5%, inn í hringrásarhagkerfið.
– Bjóða upp á steypu þar sem hluti steinefna er endurnýtt gömul steypa.
– Endurvinna vinnsluvatn í framleiðslu sem er staðlaður þáttur í framleiðslunni í dag.
– Tryggja að spilliefnum sé fargað á viðurkenndan hátt.
• Samgöngur
Stefnt er að því að 70% flotans séu rafmagnsbílar fyrir árið 2032. Steypustöðin hefur nú þegar keypt og tekið í notkun 6 rafmagns steypubíla. Fyrirtækjabílar á skrifstofu eru nú þegar rafmagnsbílar. Einnig hefur verið keyptur einn rafmagnsdráttarbíll og tvær tvinn-steypudælur sem ganga fyrir rafmagni á verkstað.
Leiðir að markmiði
– Áframhaldandi rafvæðing flotans og annarra tækja.
• Sjálfbærar aðgerðir innanhúss
Stefnt er að því að ljúka 75% grænna skrefa í Laufinu fyrir árslok 2024.
Leiðir að markmiði
– Framkvæma birgjamat.
– Innleiða græna innkaupastefnu.
• Sýnilegt sjálfbært vöruúrval
Við stefnum að því að gera viðskiptavinum auðvelt með að velja umhverfisvænni kost og að auka sölu á sjálfbærum vörum á milli ára til þess að koma í veg fyrir mengun á umhverfinu.
Leiðir að markmiði
– Bjóða upp á fjölbreytt úrval af sjálfbærum vörum í Múrverslun.
– Gera steypu með lægra kolefnisfótspor hærra undir höfði.
– Bjóða upp á hringrásarvörur úr framleiðslunni okkar.
• Þátttaka starfsmanna
Við stefnum að því að allir starfsmenn hafi hlotið viðeigandi fræðslu í sjálfbærnimálum fyrir 2026.
Leiðir að markmiði
– Fræðsla um sjálfbærnimál skal vera viðvarandi verkefni og skulu starfsmenn fá reglulegar kynningar á málaflokknum.
– Allir starfsmenn skulu fákynningu á sjálfbærnistefnu fyrirtækisins.
Tryggja skal að unnið verði að stöðugum umbótum í umhverfismálum í samræmi við vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001.
FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR
Markmið
• Slysalaus vinnustaður
Við stefnum alltaf á að vera slysalaus vinnustaður og leggjum kapp við að tryggja öruggar vinnuaðstæður fyrir starfsfólkið okkar.
Leiðir að markmiði
– Fræðsla um öryggismál skal vera viðvarandi verkefni og skulu starfsmenn reglulega sitja öryggisfræðslu hjá fyrirtækinu.
– Auka skal öryggisvitund starfsmanna með stöðugum öryggisáminningum á öllum starfsstöðvum.
– Halda skal skilvirka skráningu slysa og atvika til að fá yfirsýn yfir þróunina og forgangsraða úrbótum.
– Framkvæma skal heildstæða áhættugreiningu reglulega á öllum starfsstöðvum til að bera kennsl á mögulega hættu á vinnuslysum.
• Jafnlaunavottun
Stefna félagsins er að óútskýrður launamunur sé enginn og að frávik sé ekki meiri en 5%. Þá er lögð áhersla á að viðhafa jafnlaunavottun.
Leiðir að markmiði
– Hafa skýra jafnlaunastefnu.
– Fylgja jafnlaunavottun eftir með reglulegri eftirlitsvinnu og endurskoðun á launum.
• Styrkir til nærsamfélagsins
Stefna Steypustöðvarinnar í samfélagslegum styrkjum er að styrkja góð málefni á þeim svæðum sem Steypustöðin starfar á. Þar að auki leggjum við kapp við að vera virkur þátttakandi í viðburðum og verkefnum sem stuðla að vistvænni mannvirkjagerð.
Leiðir að markmiði
– Halda áfram að styrkja verðug málefni sem stuðla að sjálfbærum samfélögum.
STJÓRNARHÆTTIR
Markmið og aðgerðir
• Aukið gagnsæi í ákvarðanatöku
Stefna á aukið gagnsæi í öllum ákvörðunum sem tengjast sjálfbærni.
Leiðir að markmiði
– Birta opinberar ársskýrslur um sjálfbærnimarkmið og framvindu þeirra.
• Ábyrgir stjórnarhættir og reglulegar úttektir
Halda reglulegar úttektir á stjórnarháttum fyrirtækisins til að tryggja að sjálfbærni sé viðhaldið í öllum ákvörðunum.
Leiðir að markmiði
- – Framkvæma árlega úttekt á umhverfis- og samfélagsáhrifum starfseminnar.
- – Innleiða umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við ISO 14001.
- – Setja rekstrarleg markmið í samræmi við jákvæð samfélagsáhrif til framtíðar.
• Innleiðing á siðareglum
Móta og innleiða siðareglur sem stuðla að ábyrgu vinnusiðferði, jafnræði, og ábyrgum viðskiptavenjum í takt við sjálfbærnimarkmið fyrirtækisins.
Leiðir að markmiði
- – Tryggja að starfsfólk, viðskiptavinir og aðrir hagaðilar séu upplýstir um sjálfbærnistefnu félagsins.
• Skýrar reglur um sjálfbærni í aðfangakeðju
Stefna um að samstarfsaðilar fyrirtækisins vinni einnig í takt við sjálfbærnimarkmið.
Leiðir að markmiði
- Framkvæma birgjamat út frá sjálfbærniviðmiðum.
- Þetta má tryggja með samningum og áherslum í innkaupastefnu þar sem skilyrt er að aðilar uppfylli sjálfbærniviðmið.
Ábyrgð
Ábyrgð á sjálfbærnistefnu Steypustöðvarinnar er hjá framkvæmdastjórn fyrirtækisins ásamt leiðtoga í sjálfbærni-, öryggis- og gæðamálum.
Endurskoðun
Steypustöðin ehf. ætlar að endurskoða þessa stefnu reglulega með breytingum á lögum og rekstri þess í huga. Við munum kynna þessa stefnu fyrir starfsfólki okkar og tryggja það að starfsfólk sé þjálfað í að benda á það sem betur má fara í umhverfismálum fyrirtækisins. Félagið leggur einnig kapp við að jafna út alla eldsneytisnotkun.