Á undanförnum mánuðum höfum við unnið hörðum höndum að endurmörkun (rebrand) á vörumerki Steypustöðvarinnar. Nýtt merki, útlit og stefna lítur nú loks dagsins ljós.
AF HVERJU?
Góð spurning, af hverju að breyta? Það var komin tími til að fríska upp á vörumerkið í takt við breytingar á innviðum fyrirtækisins. Við sameiningu Steypustöðvarinnar, Loftorku Borgarnesi og efnisvinnsluna Hólaskarð varð til eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í byggingariðnaðinum. Tilgangurinn með breytingunum er að aðgreina vörumerkið í þeim tilgangi að skera sig úr en á sama tíma sameina allar rekstrareiningar og starfsmenn félagsins undir eitt vörumerki; Steypustöðin.
– Þannig sköpum við sterkari liðsheild með skýra sýn
STERKARA MERKI
Myndmerkið er stílhreint og byggt á fimm steyptum einingum sem myndar hring í takt við skuldbindingu okkar; sjálfbær þróun fyrir byggingamarkaðinn. Steyptu einingarnar eru tilvísun í fimm framleiðslueiningar fyrirtækisins; Blautsteypa, einingaframleiðsla, helluframleiðsla, námuvinnslur og múrefni.
STERKARA SLAGORÐ
Slagorð fyrirtækisins eru orðin Sterkari Lausnir. Steypa er sterkari en önnur byggingarefni og er mest notaða byggingarefni í heiminum. Með því að byggja sterkt í dag búum við til sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir.
STERKARI LITIR
Aðal litir Steypustöðvarinnar er STERKUR grænn litur, hvítur og grár.
Aðstoðarlitir eru appelsínugulur, silfurgrár og svartur. Litirnir eru skýrskotun í grænni og umhverfisvænni Steypustöð.
STERKARA LETUR
Okkar eigið letur er hreint og sterkt. Letrið er notað í öllu innra og ytra efni Steypustöðvarinnar.
STERKARI VEFSÍÐA
Við vildum skapa nútímalega og ferska vefsíðu með fókus á lausnir, og að það væri auðvelt að finna þær.
- – Þrívíddar hús þar sem smellt er á byggingahluta í leit að lausnum
- – Allar vörur hafa ítarlegar og betri notkunarupplýsingar
- – Auðveld leit á síðunni
- – Áhersla á að veita innblástur við garðlausnir
- – Sterkari steyputegundir líta dagsins ljós sem auðveldar viðskiptavinum með val á steyputegundum sem henta þeirra aðstæðum.
STERKARI BIFREIÐAR
Steypubílarnir fá alveg nýtt útlit og nýja ásýnd. Grænn, hvítur og fagur.
STERKARI FATNAÐUR
Við leggjum áherslu á að allir starfsmenn komi heilir heim. Starfsmannafatnaður verður í öryggislitum fyrir aukinn sýnileika; appelsínugulur sem er hluti af litum í nýju vörumerki Steypustöðvarinnar.
STERKARI BRÉF
Bréfsefni á pappír eða á stafrænu formi verður svona.
STERKARI KVEÐJUR
Undirskriftir okkar fyrir rafræn samskipti eins og tölvupóst verður með þessum hætti.