Steypustöðin gerðist á dögunum aðili að samtökunum Grænni byggð. Grænni byggð (áður Vistbyggðarráð) er samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnanna um vistvæna þróun byggðar.
Þátttaka í slíkum samtökum er mikilvæg enda er sjálfbærni og umhverfisvernd eitt stærsta verkefni samfélagsins í dag. Áhersla Steypustöðvarinnar er að sýna í verki að við ætlum að vera fremst í þróun og nýjungum á umhverfisvænum lausnum í byggingariðnaði.
Hlutverk Grænni byggðar er að veita hvatningu og fræðslu um sjálfbæra þróun byggðar með það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum af mannvirkjagerð, rekstri mannvirkja og niðurrifi þeirra.
Markmið íslenskra stjórnvalda um sjálfbærni í mannvirkjagerð eru:
- Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.
- Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja.
- Að tryggja aðgengi fyrir alla.
- Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga.