Steypustöðin var á dögunum valin á lista Bláma yfir Topp 10 orkuskiptaverkefni 2023. Þetta er ekki aðeins viðurkenning á okkar framlagi, heldur einnig staðfesting á okkar áherslu á sterkari og sjálfbærari framtíð.
Á síðasta ári tókum við mikilvæg skref í átt að þessu markmiði. Með því að fjárfesta í og innleiða fimm rafknúna vörubíla, þar á meðal þrjá steypubíla, einn steypudælubíl og dráttarbíl, höfum við styrkt stöðu okkar sem leiðandi fyrirtæki í umhverfisvænum lausnum í byggingariðnaðinum. Þessi tæki eru mikilvægur þáttur í að skapa sterkari grundvöll fyrir rafknúin ökutæki í greininni.
Árangurinn hefur farið fram úr öllum væntingum. Bílarnir hafa sýnt fram á framúrskarandi drægni og hagkvæmni, með löngum vinnudögum án þarfar á hleðslu yfir daginn. Við höfum náð verulegum sparnaði í dísilolíu og samdrátt í CO2-losun, sem er lykilatriði í okkar stefnu um sjálfbærni.
Vegferð að grænni framtíð
Framtíðarsýn Steypustöðvarinnar er skýr og metnaðarfull. Við stefnum að því að 70% af tækjaflota okkar verði rafknúinn árið 2032. Auk þess vinnum við stöðugt að þróun umhverfisvænni steypu og annarra grænna lausna, sem eru hluti af okkar heildrænu aðgerðaáætlun í umhverfismálum.
Við erum þakklát fyrir viðurkenninguna frá Bláma og lítum á þetta sem hvatningu til að halda áfram á þessari vegferð. Við erum stolt að taka þátt í þeim breytingum sem munu móta sterkari og sjálfbærari framtíð fyrir okkur öll.
Hægt er að skoða Topp 10 Orkuskiptaverkefni 2023 listann í heild sinni hérna.