Teiknaðu Garðinn – Landslagsráðgjöf

Landslagsráðgjöf Steypustöðvarinnar

Að fá ráðgjöf sérfræðings getur tryggt faglega útfærslu á aðkomu eða dvalarsvæði við húsið þitt. Landslagsarkitektinn okkar útfærir sterkari lausnir sem sniðnar eru að þínum þörfum, fegra umhverfið og lyfta virði eigna. Steypustöðin býður upp á faglega ráðgjöf frá einum reyndasta landslagsarkitekt landsins. Fyrir þá sem vilja sjá um hönnun og útlit sjálfir býður Steypustöðin einnig upp á hönnunarforrit á heimasíðunni þar sem hægt er að hlaða upp ljósmynd og vinna með mismunandi tegundir af hellum og mynstrum. Svo má auðvitað nýta sér bæði og koma með mynd úr forritinu sem við hjálpum ykkur að útfæra enn betur!

Fyrir hverja er landslagsráðgjöfin?

Fyrir þá sem vilja teikna innkeyrslu eða garðinn með aðstoð fagmanns. Hér er um að ræða svæði við húsið sem er að hámarki 200fm að stærð. Ráðgjöfin einskorðast við hellur, hleðsluveggi og aðrar vörur Steypustöðvarinnar.

Um landslagsarkitektinn:

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hefur hannað garða fyrir Íslendinga síðastliðinn 30 árin. Meðal annars garða sem hafa fengið verðlaun hjá sveitarfélögum. Björn starfaði í Svíþjóð um tíma og kemur því með skandinavíska strauma þaðan. Hönnunarstofa Björns er Urban Beat, garðar og landslag sem þjónustar garðeigendur við útfærslu á einkagörðum, innkeyrslum, ásamt hönnun sumarhúsa-, stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsagarða.

Hvað kostar ráðgjöfin?

Ráðgjöfin kostar kr. 17.900

Innifalið í því er 45 mín ráðgjöf ásamt frágangi og úrvinnslu gagna sem verða til í tímanumÞar má telja þrívíðar útlitsteikningar, málsett grunnmynd ásamt magntölum, efnislista og verðtilboði.

Kostnaður við ráðgjöfina gengur upp í efniskaup á hellum og öðrum frá Steypustöðinni.

Svona fer ráðgjöfin fram:

Ráðgjöfin er 45 mínútur og fer fram á söluskrifstofu Steypustöðvarinnar að Malarhöfða 10.

Á meðan samtalið fer fram vinnur Björn þrívíða mynd af svæðinu þar sem skipulagið er skoðað og hellur og hleðslur eru mátaðar inn á svæðið. Eftir ráðgjöfina er teikningunni stillt upp með málsetningum og þrívíðum sjónarhornum og sett saman í nokkra síðna PDF skjal. Skjalið er svo sent viðskiptavini ásamt efnislista með magntölum innan 7 virkra daga.

Hvernig bóka ég tíma og undirbý mig?

Þú sendir okkur tölvupóst á gardurinn@steypustodin.is eða hringir í síma 4 400 400.

Þessi gögn þurfa að koma fram í tölvupósti til okkar:
– Kennitala
– Símanúmer
– Heimilisfang/verkstaður
– 4-5 ljósmyndir af svæðinu

Ráðgjöfin fer fram á föstudögum milli 09:00-15:00

Gott er að senda að lágmarki 4-5 ljósmyndir af svæðinu og passa að allt svæðið sé myndað ásamt húsinu. Því meira því betra, því allt hjálpar.

Björn sækir húsateikningar hjá viðkomandi sveitarfélagi en mörg þeirra eru einnig með loftmyndir sem hægt er að skoða í ráðgjöfinni. Ef sveitarfélagið er ekki með sín gögn á netinu eða ef húsið er í hönnun er gert ráð fyrir að viðskiptavinurinn sendi teikningar með ljósmyndunum. Ef verið er að vinna í þegar frágengnu svæði þarf einnig að senda helstu mál af því sem á að standa áfram.

Góður undirbúningur er að setja saman lista yfir þær óskir sem liggja fyrir t.d. fjöldi bílastæða, hleðsluveggir, hellutegundir, sorpskýli og annað sem skiptir máli.

Góð ráð: Skoða Pinterest, skoða hellutegundir og umhverfismyndir á steypustodin.is. Hönnuðurinn okkar hann Björn er einnig með heimasíðuna www.urbanbeat.is ásamt Facebook og Instagram síðu þar sem finna má aragrúa hugmynda.

 

Dæmi um gögn úr ráðgjöfinni:

Málsett mynd fyrir verktaka sem framkvæmir verkið

Efnislisti

Þrívíðar myndir