Kúluplötur
Kúluplötur Steypustöðvarinnar hafa ekkert með tyggjó að gera en hafa ótvíræða kosti. Þær henta vel fyrir stór, opin rými þar sem ekki er gert ráð fyrir bitum og bil á milli súlna er mikið.
Kúluplötur hafa burð sem dreifist í tvær áttir og eigin þyngd þeirra er minni en í heilsteyptum plötum vegna holrýmisins sem er formað í plötunum. Þá er álag á kúluplötur vegna jarðskjálfta í lágmarki.
Kúluplötur bjóða einnig upp á skemmtilega og fjölbreytta möguleika í hallandi þökum.
Forvinnsla á kúluplötum fer fram í verksmiðju okkar þar sem járnagrind er bundin í efri og neðri brún. Síðan er loftfylltum plastkúlum komið fyrir á milli grindanna, og grindurnar tengdar með bendingu. Að lokum er steyptur 7-8 cm þykkur botn.
Miðað er við að endanleg þykkt plötu í mannvirki verði 28,5 cm, 34 cm eða 45,5 cm.
Kúlurnar hafa samsvarandi þvermál: 22,5 cm, 27 cm og 36,0 cm.
Breidd kúluplötueininga frá verksmiðju er 300 cm.
Lengdin er sérhönnuð.
Á byggingarstað er kúluplötunni komið fyrir á undirslætti og steypt ofan á hana í fulla þykkt, þegar viðbótarbending, tengijárn, rafmagnsrör og þess háttar hafa verið lögð.
Gæta þarf vel að því að vatn komist ekki í kúlurnar, t.d. um göt sem boruð eru fyrir stífufestum.
Ef gat kemur á kúlu, þarf að loka því án tafar með kítti.
Endurunnið plast er notað í kúlurnar í kúluplötum okkar.
Viltu vita meira?
-
Upplýsingar
Kúluplötur Steypustöðvarinnar hafa ekkert með tyggjó að gera en hafa ótvíræða kosti. Þær henta vel fyrir stór, opin rými þar sem ekki er gert ráð fyrir bitum og bil á milli súlna er mikið.
Kúluplötur hafa burð sem dreifist í tvær áttir og eigin þyngd þeirra er minni en í heilsteyptum plötum vegna holrýmisins sem er formað í plötunum. Þá er álag á kúluplötur vegna jarðskjálfta í lágmarki.
Kúluplötur bjóða einnig upp á skemmtilega og fjölbreytta möguleika í hallandi þökum.
Forvinnsla á kúluplötum fer fram í verksmiðju okkar þar sem járnagrind er bundin í efri og neðri brún. Síðan er loftfylltum plastkúlum komið fyrir á milli grindanna, og grindurnar tengdar með bendingu. Að lokum er steyptur 7-8 cm þykkur botn.
Miðað er við að endanleg þykkt plötu í mannvirki verði 28,5 cm, 34 cm eða 45,5 cm.
Kúlurnar hafa samsvarandi þvermál: 22,5 cm, 27 cm og 36,0 cm.
Breidd kúluplötueininga frá verksmiðju er 300 cm.
Lengdin er sérhönnuð.
Á byggingarstað er kúluplötunni komið fyrir á undirslætti og steypt ofan á hana í fulla þykkt, þegar viðbótarbending, tengijárn, rafmagnsrör og þess háttar hafa verið lögð.
Gæta þarf vel að því að vatn komist ekki í kúlurnar, t.d. um göt sem boruð eru fyrir stífufestum.
Ef gat kemur á kúlu, þarf að loka því án tafar með kítti.
Endurunnið plast er notað í kúlurnar í kúluplötum okkar.
-
Fyrirspurnir
Viltu vita meira?
-
Gagnablöð