Fræðsluþing 
Steypustöðvarinnar
2025

FRÆÐSLUÞING STEYPUSTÖÐVARINNAR 2025

VERTU VELKOMIN Á FS25!

Fræðsluþing Steypustöðvarinnar verður haldið í fyrsta sinn þann 24. janúar 2025 þar sem yfirskriftin í ár er Forsteyptar einingar. Einvalalið sérfræðinga fræðir okkur um kosti og áskoranir þegar forsteyptar einingar eru nýttar.

FS25 verður haldið á Grand Hótel í salnum Háteig á 4. hæð frá kl. 09.00 – 13:00.

Húsið opnar kl. 08:30 og verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar. Að því loknu verður opnunarávarp kl. 09.00 þar sem grunnur er lagður að áhugaverðum og fræðandi degi.

Stuðningssjóður FS25 veitir verðlaun fyrir framlag til þekkingarsköpunar innan greinarinnar. Deginum lýkur með hádegisverði.

Við hlökkum til að sjá þig á FS25 þar sem innblástur, þekking og sterkari tengsl verða í fyrirrúmi.

Industrializing construction industry. Developing a new dominant precast concrete industry in a decate.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Jan Søndergaard Hansen, hann fjallar um hvernig Danmörk hefur leitt þróunina í átt að forsteyptum lausnum og hvaða tækifæri slík iðnvæðing getur skapað fyrir Ísland til að opna nýjar leiðir fyrir sjálfbærni og arðsemi. 


● Fyrrum forstjóri Unicon, stærsta steypuframleiðanda í Danmörku 
● Stjórnarmaður hjá Sydsten í Svíþjóð 
● Stjórnarmaður hjá Danish Concrete, national Concrete association 
● Stjórnarmaður hjá ERMCO, European Ready Mix Concrete Organization 
● Ráðgjafi fyrir byggingariðnaðinn í Norðurlöndum

Áætluð íbúðaþörf til ársins 2050

Jónas Atli er teymisstjóri fasteignamats og markaðsupplýsinga hjá HMS og stundakennari við
Háskólann í Reykjavík. Í greiningu sinni á húsnæðismarkaðnum hefur Jónas bent á að húsnæðisuppbygging síðustu ára hafi ekki verið nægilega mikil til að mæta mannfjölgun og breyttri samsetningu þjóðar. Til að mæta þeirri þróun telur Jónas að byggja þurfi að meðaltali yfir 4.000 íbúðir á hverju ári til ársins 2050.

Einingar, erum við eftirbátar norður evrópu?

Ásgeir Ásgeirsson er arkitekt MAA og einn af eigendum T.ark Arkitekta sem staðsett er í Reykjavík og hefur komið að fjölmörgum þekktum byggingum á Íslandi. Hann hefur verið virkur í íslenskri byggingarlist um árabil og hefur komið að fjölmörgum verkefnum, þar á meðal hönnun Edition hótelsins við Austurhöfn og aðalstöðvum Arionbanka.

Sjálfbærni og gæði fyrir forsteyptar einingar.

Jónína er með MSc í byggingarverkfræði frá DTU í Danmörku og hefur réttindi sem BREEAM matsmaður, sem stuðlar að sjálfbærum framkvæmdum í byggingariðnaði á Íslandi. Áður starfaði hún á byggðatæknisviði hjá VSB Verkfræðistofu.

Forsteyptar einingar í brúargerð á jarðskjálftasvæðum

Ólafur Sveinn Haraldsson er forstöðumaður rannsóknadeildar Vegagerðarinnar og hefur
gegnt því starfi frá árinu 2020. Áður starfaði Ólafur sem brúarverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu og sem lektor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Ríkisháskólans í Washington. Hann er einnig aðjunkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, þar sem hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði steinsteypuvirkja, brúarverkfræði og hraðra brúarframkvæmda.

Forsteyptar einingar í nútíð og framtíð

Wassim Mansour hefur starfað hjá Steypustöðinni í 5 ár og leitt sölu- og tæknisvið ásamt því að hafa tekið þátt í viðskiptaþróun fyrirtækisins. Wassim er með byggingarverkfræðigráðu og
meistaragráðu í sjálfbærni steypu. Wassim hefur síðastliðin 25 ár leitt tækni- og viðskiptaþróun fyrir stór steypufyrirtæki erlendis og hefur flutt erindi á ráðstefnum víða um heim, þar sem hann hefur fjallað um sjálfbærni, nýsköpun og framtíð forsteyptra eininga.

Sterkari lausnir í byggingariðnaði. Árangur, gæði og nákvæmni með forsteyptum einingum.

Örn ber ábyrgð á samhæfingu og stjórnun tækni-, verkefna-, gæða- og flutningadeildar sem tilheyra framkvæmd verkefna sem tengjast framleiðslu og uppsetningu steypueininga, sem eru notaðar í fjölbreyttum byggingarverkefnum, allt frá íbúðarhúsnæði til stórra mannvirkja.

Hann útskýrir hvernig sterkar lausnir með forsteyptum einingum auka árangur, gæði og nákvæmni í byggingariðnaði og fer yfir vel heppnuð verkefni sem byggð voru með forsteyptum einingum.

Skráning

ATH. Fullt er á viðburðinn - endilega skráið ykkur á biðlista og við höfum samband ef það losnar. 

Fræðsluþing Steypustöðvarinnar verður haldið í fyrsta sinn þann 24. janúar 2025 þar sem yfirskriftin í ár er Forsteyptar einingar. Einvalalið sérfræðinga fræðir okkur um kosti og áskoranir þegar forsteyptar einingar eru nýttar.

Við hlökkum til að sjá þig á FS25 þar sem innblástur, þekking og sterkari tengsl verða í fyrirrúmi.

Fullt er á viðburðinn - Skráðu þig á biðlista
Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Vinnunetfang
Almennir skilmálar Steypustöðvarinnar

steypustodin@steypustodin.is

+354 4400400