Stefna

sts_logo

 

Viðskiptavinurinn

Við skilum viðskiptavinum okkar verðmætum gæðalausnum sem sniðnar eru að þörfum þeirra.
 

Við ætlum okkur að

  • Sýna frumkvæði og greina þarfir viðskiptavina og mæta þeim af fullum krafti.
  • Mynda traust viðskiptasambönd með víðtækri þjónustu og verðmætum lausnum.
  • Mæta öllum þörfum viðskiptavina með skjótum ákvörðunum og skilvirku skipulagi.

 

Kraftur

  • Við sýnum frumkvæði, erum skapandi, jákvæð og opin fyrir nýjum verkefnum.
  • Við sækjum fram af fullum krafti með viðskiptavinum okkar.
  • Við tökumst á við ný verkefni þar sem þekking okkar gefur forskot í samkeppni.

 

Trúnaður

  • Við erum fagleg, ábyrg og heiðarleg í starfi okkar.
  • Við byggjum upp þekkingu með því að deila kunnáttu og reynslu.
  • Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum, samstarfsfólki og samferðamönnum.

 

Við ætlum okkur að

  • Byggja upp kröftugt fyrirtæki með fjölskylduanda til að ná settum markmiðum og mynda samstæða heild.
  • Halda í heiðri verklags- og siðareglur.

 

Hlutverk Steypustöðvarinnar ehf

Steypustöðin er framsækið fjölskyldufyrirtæki sem skapar ásamt viðskiptavinum sínum verðmætar gæðalausnir.

 

Starfsmannastefna

Markmið Steypustöðvarinnar er að ráða, halda í og efla hæft og traust starfsfólk sem sinnir starfi sínu af ábyrgð og frumkvæði.

 

Sölu- og þjónustustefna

Stefna Steypustöðvarinnar er að bjóða ávallt upp á fyrsta flokks afurðir og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini sína.

 

Framleiðslustefna

Stefna Steypustöðvarinnar er að framleiða einsleitar afurðir í öllum verksmiðjum og nota sömu hráefni og tækni til þess að gæðin verði ávallt fyrsta flokks og standist alla gæðastaðla.

 

Umhverfisstefna

Stefna Steypustöðvarinnar er að endurgjalda náttúrunni fyrri afnot og stuðla að betra umhverfi.